Sýrlenskur strákur í vanda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2016 09:00 Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun