Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 23-24 | Stjarnan henti toppliðinu úr bikarnum Guðmundur Tómas Sigfússon í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 20. janúar 2016 21:00 Florentina Stanciu átti flottan leik í kvöld. vísir/ernir Stjarnan sigraði ÍBV með eins marks mun, 24-23, og kom sér þannig í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Stjarnan leiddi leikinn mest allan tímann en ÍBV saxaði heldur betur á forskot gestanna í síðari hálfleik. Það var fljótlega ljóst í hvað stefndi í leiknum en Stjarnan hafði frumkvæðið allan leikinn frá fjórðu mínútu. Stjarnan vann Gróttu í síðustu umferð örugglega og héldu þær uppteknum hætti í dag þar sem þær spiluðu mjög vel. Florentina Stanciu var ótrúleg í marki gestanna eins og svo oft áður en hún varði hvert skotið á fætur öðru en samtals klukkaði hún 21 skot í dag. Erla Rós Sigmarsdóttir var ekki mikið verri í marki ÍBV en hún náði að verja sextán af skotum gestanna. Mestur var munurinn eftir tuttugu mínútur en þá leiddu Stjörnukonur með sex marka mun. Á þeim kafla fór Esther Viktoría Ragnarsdóttir mikinn í liði þeirra en hún skoraði meðal annars þrjú mörk í röð. Fjögur mörk í röð frá ÍBV rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerðu leikinn skemmtilegri, staðan var því 12-15 í hálfleik og bæði lið þannig séð inni í leiknum. Í upphafi síðari hálfleiks kom annar frábær kafli hjá Stjörnunni en þær komu sér því í afar þægilega stöðu. Þegar korter var eftir af leiknum munaði fimm mörkum en þá varð Stjarnan fyrir áfalli, Helena Rut Örvarsdóttir fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun og var því vísað af velli. Þá kom annar góður kafli hjá ÍBV sem minnkaði leikinn niður í einungis tvö mörk. Á lokasprettinum virtust Stjörnukonur einfaldlega hafa meiri aga og reynslu og kláruðu leikinn með stæl. Einu marki munaði þegar ÍBV fór í sína síðustu sókn, þar varði Florentina skot Esterar Óskarsdóttur en gerði sig síðan seka um mistök þegar hún reyndi að tefja leikinn. Florentina fékk réttilega tveggja mínútna brottvísun og var leiktíminn stöðvaður, þar sem boltinn var úr leik þegar Florentina gerði sig seka um mistök. Ástríður Þóra Scheving var því sett í markið en hún komst vel frá verkinu. Einhverjir dómarar hefðu dæmt á Ástríði þar sem hún var rúmar þrjár sekúndur að koma boltanum í leik eftir að hann hafi verið flautaður á aftur. Stjarnan fékk aukakast og náði síðan að spila út leiktímann sem voru ekki nema fimmtán sekúndur. Stjarnan er því komin í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins en ÍBV getur einbeitt sér að deildinni það sem eftir er af tímabilinu, þar tróna þær á toppnum.Halldór Harri Kristjánsson: Hefðum átt að klára leikinn fyrr „Ég er virkilega ánægður í dag og stoltur af stelpunum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir annan sterkan sigur hjá sínum stelpum. „Mér finnst við taka leikinn í okkar hendur frá byrjun og erum að leysa sóknarleikinn sérstaklega í fyrri hálfleik mjög vel. Það tekur við varnarvinna í seinni hálfleik og þurfum að klára leikinn þar.“ „Við hefðum átt að klára leikinn fyrr en við fengum fullt af dauðafærum til þess að klára þetta en þetta varð eins og þetta varð. Ég vann með einu og er sáttur.“ „ÍBV er með hörkulið og þær spila þessa týpísku Eyjavörn og við höfum verið að fókusa á það þetta er sterkur sigur hjá okkar leikmönnum.“ „Gísli telur hana hafa fagnað of lengi, svo kemur ung stelpa þarna inn og tæklar þetta, þetta er hluti af game-inu að gera þetta strerkara, eða öllu heldur stressaðaraHranhildur Ósk Skúladóttir: Datt mikið þeirra megin „Við áttum ekki mikið meira skilið, þetta hefði verið algjörlega stolið ef að við hefðum náð þessu í lokin,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir grátlegt tap í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins. „Við vorum alltaf með tapaðan leik, við vorum þremur til fjórum mörkum undir allan leikinn og Stjarnan að spila fantavel fannst mér.“ „Þetta datt rosalega mikið þeirra megin, þær fá endalaust af gefins fráköstum sem fara beint í hendurnar á þeim. Fáránlega margir boltar þar sem við erum að vinna frábæra varnarvinnu og fiskum boltann sem endaði alltaf í höndunum á þeim.“ „Það var skrifað í skýin að þær ættu að vinna þennan leik fannst mér, bæði lið gáfu sig 100% í þetta og leikurinn í fínum gæðum.“ Florentina Stanciu fékk tveggja mínútna brottvísun undir lokin þar sem hún var að tefja leikinn, hvað fannst Hrafnhildi um það atvik? „Ég sá þetta ekki og veit ekkert hvað gerðist. Ég sá bara að hún fékk tvær mínútur, var hún ekki að tefja eða eitthvað?“ „Við getum aldeilis einbeitt okkur að því þar sem þetta er úr sögunni. Eitt af okkar markmiðum var klárlega að fara í Laugardalshöllina. Skemmtilegasti leikur ársins sem enginn vill missa af og það verður ömurlegt að horfa á þessa helgi úr sófanum heima.“ „Stelpurnar áttu ekki allar sinn besta dag en þær voru klárlega að leggja sig fram, við töpuðum allavega með sæmd í dag.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var í fantaformi í markinu en eitthvað var talað um fyrir leikinn að hún væri slæm í bakinu, hún spilaði allan leikinn í dag og varði sextán skot. „Hún er búin að vera slæm í baki og hefur æft takmarkað með okkur undanfarna daga. Ég bjóst við því að hún væri klár í þennan leik, þegar vörnin er góð þá er hún góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Stjarnan sigraði ÍBV með eins marks mun, 24-23, og kom sér þannig í átta liða úrslit bikarkeppninnar. Stjarnan leiddi leikinn mest allan tímann en ÍBV saxaði heldur betur á forskot gestanna í síðari hálfleik. Það var fljótlega ljóst í hvað stefndi í leiknum en Stjarnan hafði frumkvæðið allan leikinn frá fjórðu mínútu. Stjarnan vann Gróttu í síðustu umferð örugglega og héldu þær uppteknum hætti í dag þar sem þær spiluðu mjög vel. Florentina Stanciu var ótrúleg í marki gestanna eins og svo oft áður en hún varði hvert skotið á fætur öðru en samtals klukkaði hún 21 skot í dag. Erla Rós Sigmarsdóttir var ekki mikið verri í marki ÍBV en hún náði að verja sextán af skotum gestanna. Mestur var munurinn eftir tuttugu mínútur en þá leiddu Stjörnukonur með sex marka mun. Á þeim kafla fór Esther Viktoría Ragnarsdóttir mikinn í liði þeirra en hún skoraði meðal annars þrjú mörk í röð. Fjögur mörk í röð frá ÍBV rétt fyrir lok fyrri hálfleiks gerðu leikinn skemmtilegri, staðan var því 12-15 í hálfleik og bæði lið þannig séð inni í leiknum. Í upphafi síðari hálfleiks kom annar frábær kafli hjá Stjörnunni en þær komu sér því í afar þægilega stöðu. Þegar korter var eftir af leiknum munaði fimm mörkum en þá varð Stjarnan fyrir áfalli, Helena Rut Örvarsdóttir fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun og var því vísað af velli. Þá kom annar góður kafli hjá ÍBV sem minnkaði leikinn niður í einungis tvö mörk. Á lokasprettinum virtust Stjörnukonur einfaldlega hafa meiri aga og reynslu og kláruðu leikinn með stæl. Einu marki munaði þegar ÍBV fór í sína síðustu sókn, þar varði Florentina skot Esterar Óskarsdóttur en gerði sig síðan seka um mistök þegar hún reyndi að tefja leikinn. Florentina fékk réttilega tveggja mínútna brottvísun og var leiktíminn stöðvaður, þar sem boltinn var úr leik þegar Florentina gerði sig seka um mistök. Ástríður Þóra Scheving var því sett í markið en hún komst vel frá verkinu. Einhverjir dómarar hefðu dæmt á Ástríði þar sem hún var rúmar þrjár sekúndur að koma boltanum í leik eftir að hann hafi verið flautaður á aftur. Stjarnan fékk aukakast og náði síðan að spila út leiktímann sem voru ekki nema fimmtán sekúndur. Stjarnan er því komin í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins en ÍBV getur einbeitt sér að deildinni það sem eftir er af tímabilinu, þar tróna þær á toppnum.Halldór Harri Kristjánsson: Hefðum átt að klára leikinn fyrr „Ég er virkilega ánægður í dag og stoltur af stelpunum,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir annan sterkan sigur hjá sínum stelpum. „Mér finnst við taka leikinn í okkar hendur frá byrjun og erum að leysa sóknarleikinn sérstaklega í fyrri hálfleik mjög vel. Það tekur við varnarvinna í seinni hálfleik og þurfum að klára leikinn þar.“ „Við hefðum átt að klára leikinn fyrr en við fengum fullt af dauðafærum til þess að klára þetta en þetta varð eins og þetta varð. Ég vann með einu og er sáttur.“ „ÍBV er með hörkulið og þær spila þessa týpísku Eyjavörn og við höfum verið að fókusa á það þetta er sterkur sigur hjá okkar leikmönnum.“ „Gísli telur hana hafa fagnað of lengi, svo kemur ung stelpa þarna inn og tæklar þetta, þetta er hluti af game-inu að gera þetta strerkara, eða öllu heldur stressaðaraHranhildur Ósk Skúladóttir: Datt mikið þeirra megin „Við áttum ekki mikið meira skilið, þetta hefði verið algjörlega stolið ef að við hefðum náð þessu í lokin,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV, eftir grátlegt tap í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins. „Við vorum alltaf með tapaðan leik, við vorum þremur til fjórum mörkum undir allan leikinn og Stjarnan að spila fantavel fannst mér.“ „Þetta datt rosalega mikið þeirra megin, þær fá endalaust af gefins fráköstum sem fara beint í hendurnar á þeim. Fáránlega margir boltar þar sem við erum að vinna frábæra varnarvinnu og fiskum boltann sem endaði alltaf í höndunum á þeim.“ „Það var skrifað í skýin að þær ættu að vinna þennan leik fannst mér, bæði lið gáfu sig 100% í þetta og leikurinn í fínum gæðum.“ Florentina Stanciu fékk tveggja mínútna brottvísun undir lokin þar sem hún var að tefja leikinn, hvað fannst Hrafnhildi um það atvik? „Ég sá þetta ekki og veit ekkert hvað gerðist. Ég sá bara að hún fékk tvær mínútur, var hún ekki að tefja eða eitthvað?“ „Við getum aldeilis einbeitt okkur að því þar sem þetta er úr sögunni. Eitt af okkar markmiðum var klárlega að fara í Laugardalshöllina. Skemmtilegasti leikur ársins sem enginn vill missa af og það verður ömurlegt að horfa á þessa helgi úr sófanum heima.“ „Stelpurnar áttu ekki allar sinn besta dag en þær voru klárlega að leggja sig fram, við töpuðum allavega með sæmd í dag.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var í fantaformi í markinu en eitthvað var talað um fyrir leikinn að hún væri slæm í bakinu, hún spilaði allan leikinn í dag og varði sextán skot. „Hún er búin að vera slæm í baki og hefur æft takmarkað með okkur undanfarna daga. Ég bjóst við því að hún væri klár í þennan leik, þegar vörnin er góð þá er hún góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira