
Er hægt draga úr spillingu?
Strax eftir hrun byrjaði Ísland að færast neðar um sæti á listanum. Þar sem greiningin byggir á skynjun fólks, má búast við því að aukin umræða og fræðsla um hvað teljist til spillingar hafi áhrif á svör fólks. Frændhygli, klíkuskapur og fyrirgreiðslupólitík er eitthvað sem flestir geta sammælst um að sé við lýði á Íslandi, en margir hafa verið ragir til þess að skilgreina það sem spillingu. Þessar tegundir af spillingu eru oft afgreiddar sem náttúruleg afleiðing fámenns samfélags.
Sjálf sat ég vikulangt námskeið síðasta sumar á vegum Transparency International í Litháen. Þar sem ég fræddist um spillingu í mörgum af spilltustu ríkjum heims. Þar lærði ég um hinar ýmsu lagasetningar sem hafa það markmið að sporna gegn spillingu. Á Íslandi hafa ýmis gagnsæisákvæði verið sett í lög til að bregðast við minnkandi trausti í samfélaginu gagnvart opinberum stofnunum, sérstaklega eftir fjármálahrunið 2008. Enn eru þó ýmis göt sem hægt er að stoppa í og vel hægt að gera betur. Þó ég hafi hlustað á sjokkerandi sögur jafnaldra minna frá Sómalíu, Íran, Úkraínu og Afganistan á námskeiðinu og metið vandamálin á Íslandi smávægileg í því samhengi, er ekki hægt að nota það sem afsökun til að gera ekki betur hér á landi.
Fyrir árið 2015 var spurningin sem sérfræðingar og almenningur áttu að svara um upplifun sína af spillingu þessi: Að hve miklu leyti er leitast við að koma í veg fyrir að opinberir embættismenn misnoti stöðu sína í eigin þágu? Spurningunni er ætlað að upplýsa á hvaða hátt ríki og samfélag kemur í veg fyrir að opinberir aðilar og stjórnmálamenn þiggi mútur t.d. í formi greiða eða persónulegs ávinnings. Í þessu samhengi má nefna að þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarp um að gera laun og greiðslur til þingmanna opinber.
Málið er liður í því að auka traust til Alþingis, sem nýtur nú einungis 18% trausts þjóðarinnar. Árið 2013 lét skrifstofa þingsins kanna hug fólks nánar, til þess að fá upplýsingar af hverju vantraustið stafaði. 87% svarenda taldi að traust þeirra til Alþingis myndi aukast ef starfið væri gagnsærra. Við þessum skorti á gagnsæi hefur að einhverju leyti verið brugðist. Sem dæmi má nefna að árið 2011 var tekið upp á því að birta fundargerðir af nefndarfundum á vef þingsins og þar með var mæting þingmanna á slíka fundi gerð opinber. Enn eru þó starfskjör alþingismanna mjög óljós og hefur Alþingi veitt litlar upplýsingar um starfskostnað, svo sem akstursstyrki og dagpeninga einstakra þingmanna, þegar eftir því hefur verið leitað.
Annað mál sem þingflokkur BF hefur lagt fram nokkrum sinnum á þingi en aldrei hlotið brautargengi er frumvarp um vernd uppljóstrara. Transparency International og Gagnsæi, samtök gegn spillingu hafa lýst mikilvægi þess að slík löggjöf sé til staðar sem verndar þá sem koma upp um misgjörðir sem varða almannahagsmuni. Algengt er að sá sem ljóstrar upp spillingu til eftirlitsaðila eða fjölmiðla missi starf sitt, eigi yfir höfði sér lögsókn og þurfi jafnvel að þola ofsóknir. Samfélagið allt nýtur ávinnings af athöfnum uppljóstrara en sjálfur þarf hann að bera allan kostnaðinn. Ef stjórnvöld telja mikilvægt að sporna gegn spillingu verður að taka fleiri skref í setningu laga sem miða að auknu gegnsæi og minni spillingu þar sem almannahagsmunir ráða för.
Skoðun

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar

Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun
Daníel Rúnarsson skrifar

Vofa illsku, vofa grimmdar
Haukur Már Haraldsson skrifar

Á að láta trúð ráða ferðinni?
Ingólfur Steinsson skrifar

Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Ofþétting byggðar í Breiðholti?
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð?
Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar

Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar