Dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina í listum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 13:15 "Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla,“ segir Elísabet Indra í Mengi. Vísir/Stefán Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira