Æfingar DeJesus voru heldur betur nútímalegar því hún notaði bæði Whip og Nae Nae-dansana úr myndbandi Silentó og þá endaði hún æfingarnar með einu Dab úr lagi Migos.
Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur gert „dabbið“ frægt í vetur eins og sjá má hér.
Samherjar DeJesus tóku allir undir á hliðarlínunni og dönsuðu með. Áhorfendur heimtuðu tíu fyrir gólfæfingarnar en hún fékk 9,925 sem var sjötta hæsta einkunn dagsins.
DeJesus var þó í sigurliðinu því UCLA vann Utah en siguvegari mótsins var klárlega DeJesus og þessar geggjuðu æfingar hennar sem sjá má í spilaranum hér að ofan.