Samdi verk um að heimurinn að væri að hrynja á meðan hann var að hrynja og stóð ekki á sama Magnús Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2016 12:00 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónskáld segir Völuspá henta sérstaklega vel fyrir sinfónískt verk. Sköpunarsaga heimsins í norrænni goðafræði er rakin í gegnum Völuspá þar sem sagt er frá sköpun heimsins allt til ragnaraka. Ljóð Völuspár eru jafnframt okkar helsta heimild um norræna goðafræði, hugmyndaheim hennar og trúarlega sýn á veröldina og er verkið þannig órjúfanlegur hluti af norrænni menningararfleifð. Það er því óhætt að segja að það sé ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur samið sinfónískt verk fyrir söngkonu, sinfóníuhljómsveit og kór upp úr ljóðum Völuspár. Næstkomandi sunnudag er svo komið að frumflutningi Völuspár Þorvaldar af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, Valgerði Guðnadóttir söngkonu, Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og Kammerkór Norðurlands undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Þorvaldur Bjarni virðist hinn rólegasti þrátt fyrir að hafa beðið þessarar stundar lengi. Þorvaldur segir að þó svo að vissulega hafi þarna verið ráðist á háan garðinn þá sé hann þarna að sækja í einhvern magnaðasta texta sem hægt sé að vinna með tónlistarlega séð.Áhrif frá Toskana En hugmyndina að því að ráðast í þetta verkefni megi nú rekja til þess tíma þegar hann og konan hans hafi verið að spjalla eftir að hafa nýklárað að setja upp söngleik í Þjóðleikhúsinu. „Ég man nú ekki betur en að Þórunn hafi stungið þessu að mér svo þetta var eiginlega hennar hugmynd. Ég hafði reyndar verið að pæla í goðunum því við Friðrik Erlings höfum gengið með það í maganum að gera svona hamfararokkóperu upp úr þessum sögnum en það hefur verið aðeins á bið síðan Ragnheiður kom inn í líf Friðriks. En Loki bíður bara rólegur eftir okkur og það kemur að honum. En ég fór sem sagt að skoða Völuspá og á sama tíma kynntist ég Jon Anderson úr Yes og við ákváðum að ráðast í að semja þetta saman. Við ákváðum að hittast á Ítalíu til þess að fara í þetta verkefni. Ég var heppinn og fékk starfslaun til að semja verkið og við tókum hús á leigu en þá verður hann eins og heimsfrægt er alvarlega veikur að ekkert varð úr því að hann gæti komið. En við fjölskyldan vorum komin til Ítalíu og því var ekkert annað gera en að koma sér að verki. Þannig að ég samdi þetta bara. Þá breytti þetta óneitanlega talsvert um mynd og fór frá því að vera rokkópera og yfir í að vera þetta sinfóníska verk en Toskana hafði óneitanlega afar mikil áhrif á þá þróun,“ segir Þorvaldur og hlær við minninguna frá þessum tíma.Mikil dulúð „Nálgunin sem ég nota er að söngkonan er Völvan og þetta er svona sinfónískt ljóð þar sem annars vegar hún fer með þessa opinberunarbók heiðninnar í fyrstu persónu og hins vegar er kórinn þegar frásögnin er í þriðju persónu. Við förum í gegn um Völuspá frá upphafi til enda. Allt frá sköpun heimsins, mannsins og þar til goðin ganga á bak orða sinna við Vani og jötna. Þá er illskan er komin í heiminn og þar til allt hrynur. Þetta er dramatísk saga. Svo eru litlar sögur út frá öllu eins og háræðar, hvert ljóð á sér sínar goðsögur á borð við dauða Baldurs og mistilteininn, ljóðið um þegar bræður munu berjast og skepnur á borð við Fenrisúlf og Miðgarðsorm og svo mætti lengi telja. Þetta er fullt af dularfullum táknum og margt sem bendir í einhverjar áttir sem við getum ekki alveg vitað hvað þýðir sem eykur enn á dulúðina í kringum þetta.“Myndræn upplifun Texti Völuspár getur verið torræður fyrir þá sem þekkja lítið til hans en Þorvaldur segir að tónleikagestir þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku á sunnudaginn. „Þvert á móti. Sól Hrafnsdóttir er búin að skapa níu myndir, frá fyrsta ljóði til loka, og þessum myndum verður varpað á bíótjald á bak við hljómsveitina. Þar geta tónleikagestir séð hvað er að gerast á myndrænan hátt og ljóðin líða með. Þetta verður eiginlega svona smá bíóupplifun sem gestir fá þarna um leið þannig að það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það verði erfitt að fylgjast með. Málið er að heildarupplifunin skiptir svo miklu máli. Það minnir mig aðeins á hvernig var í Háskólabíói í gamla daga, þar sem hljómburðurinn var nú ekki alltaf eins og best verður á kosið, en ef það var lýst og lagt soldið í umgjörðina þá lyfti það einhvern veginn öllu öðru. Upplifunin varð sterkari og betri því þessi kalda konsertupplifun getur verið erfið fyrir þá sem eru að byrja að hlusta á sinfóníska tónlist.“Ragnarök og hrunið Verkið hefur verið talsvert lengi að finna sína fyrstu tónleika enda segir Þorvaldur það samið á vægast sagt dramatískum tímum. „Já, það er óhætt að segja það. Ég samdi þetta í september og október 2008. Þannig að ég var úti á Ítalíu að semja verk um að heimurinn væri að hrynja á meðan heimurinn var að hrynja heima. ég var farinn að halda að ég væri farinn að hafa áhrif á þetta og velta því fyrir mér hver væri hvað í þessu persónugalleríi útrásarvíkinga og stjórnmálamanna. Maður var eiginlega orðinn hálf hræddur þarna úti. Horfði á fréttirnar á Sky þar sem breski forsætisráðherrann talaði um okkur sem hryðjuverkamenn og fólkið sem var að leigja okkur húsið var farið að horfa á okkur með heygaffla í hendi. Og ég er bara hreint ekkert að grínast. Við lögðum inn tryggingu fyrir húsinu og þau tóku það bara án fyrirvara því við vorum allt í einu orðin stórhættulegir terroristar frá Íslandi. Það var í heimsfréttunum. Þegar við komum þá nutum við mikillar virðingar sem Íslendingar en það fór hratt og svona er þetta stundum. Ætli lífið sé ekki bara að líkja eftir listinni. Ég var farinn að halda það þarna á fjallinu í Toskana.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Sköpunarsaga heimsins í norrænni goðafræði er rakin í gegnum Völuspá þar sem sagt er frá sköpun heimsins allt til ragnaraka. Ljóð Völuspár eru jafnframt okkar helsta heimild um norræna goðafræði, hugmyndaheim hennar og trúarlega sýn á veröldina og er verkið þannig órjúfanlegur hluti af norrænni menningararfleifð. Það er því óhætt að segja að það sé ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þar sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hefur samið sinfónískt verk fyrir söngkonu, sinfóníuhljómsveit og kór upp úr ljóðum Völuspár. Næstkomandi sunnudag er svo komið að frumflutningi Völuspár Þorvaldar af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, Valgerði Guðnadóttir söngkonu, Hymnodia undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og Kammerkór Norðurlands undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Þorvaldur Bjarni virðist hinn rólegasti þrátt fyrir að hafa beðið þessarar stundar lengi. Þorvaldur segir að þó svo að vissulega hafi þarna verið ráðist á háan garðinn þá sé hann þarna að sækja í einhvern magnaðasta texta sem hægt sé að vinna með tónlistarlega séð.Áhrif frá Toskana En hugmyndina að því að ráðast í þetta verkefni megi nú rekja til þess tíma þegar hann og konan hans hafi verið að spjalla eftir að hafa nýklárað að setja upp söngleik í Þjóðleikhúsinu. „Ég man nú ekki betur en að Þórunn hafi stungið þessu að mér svo þetta var eiginlega hennar hugmynd. Ég hafði reyndar verið að pæla í goðunum því við Friðrik Erlings höfum gengið með það í maganum að gera svona hamfararokkóperu upp úr þessum sögnum en það hefur verið aðeins á bið síðan Ragnheiður kom inn í líf Friðriks. En Loki bíður bara rólegur eftir okkur og það kemur að honum. En ég fór sem sagt að skoða Völuspá og á sama tíma kynntist ég Jon Anderson úr Yes og við ákváðum að ráðast í að semja þetta saman. Við ákváðum að hittast á Ítalíu til þess að fara í þetta verkefni. Ég var heppinn og fékk starfslaun til að semja verkið og við tókum hús á leigu en þá verður hann eins og heimsfrægt er alvarlega veikur að ekkert varð úr því að hann gæti komið. En við fjölskyldan vorum komin til Ítalíu og því var ekkert annað gera en að koma sér að verki. Þannig að ég samdi þetta bara. Þá breytti þetta óneitanlega talsvert um mynd og fór frá því að vera rokkópera og yfir í að vera þetta sinfóníska verk en Toskana hafði óneitanlega afar mikil áhrif á þá þróun,“ segir Þorvaldur og hlær við minninguna frá þessum tíma.Mikil dulúð „Nálgunin sem ég nota er að söngkonan er Völvan og þetta er svona sinfónískt ljóð þar sem annars vegar hún fer með þessa opinberunarbók heiðninnar í fyrstu persónu og hins vegar er kórinn þegar frásögnin er í þriðju persónu. Við förum í gegn um Völuspá frá upphafi til enda. Allt frá sköpun heimsins, mannsins og þar til goðin ganga á bak orða sinna við Vani og jötna. Þá er illskan er komin í heiminn og þar til allt hrynur. Þetta er dramatísk saga. Svo eru litlar sögur út frá öllu eins og háræðar, hvert ljóð á sér sínar goðsögur á borð við dauða Baldurs og mistilteininn, ljóðið um þegar bræður munu berjast og skepnur á borð við Fenrisúlf og Miðgarðsorm og svo mætti lengi telja. Þetta er fullt af dularfullum táknum og margt sem bendir í einhverjar áttir sem við getum ekki alveg vitað hvað þýðir sem eykur enn á dulúðina í kringum þetta.“Myndræn upplifun Texti Völuspár getur verið torræður fyrir þá sem þekkja lítið til hans en Þorvaldur segir að tónleikagestir þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíku á sunnudaginn. „Þvert á móti. Sól Hrafnsdóttir er búin að skapa níu myndir, frá fyrsta ljóði til loka, og þessum myndum verður varpað á bíótjald á bak við hljómsveitina. Þar geta tónleikagestir séð hvað er að gerast á myndrænan hátt og ljóðin líða með. Þetta verður eiginlega svona smá bíóupplifun sem gestir fá þarna um leið þannig að það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að það verði erfitt að fylgjast með. Málið er að heildarupplifunin skiptir svo miklu máli. Það minnir mig aðeins á hvernig var í Háskólabíói í gamla daga, þar sem hljómburðurinn var nú ekki alltaf eins og best verður á kosið, en ef það var lýst og lagt soldið í umgjörðina þá lyfti það einhvern veginn öllu öðru. Upplifunin varð sterkari og betri því þessi kalda konsertupplifun getur verið erfið fyrir þá sem eru að byrja að hlusta á sinfóníska tónlist.“Ragnarök og hrunið Verkið hefur verið talsvert lengi að finna sína fyrstu tónleika enda segir Þorvaldur það samið á vægast sagt dramatískum tímum. „Já, það er óhætt að segja það. Ég samdi þetta í september og október 2008. Þannig að ég var úti á Ítalíu að semja verk um að heimurinn væri að hrynja á meðan heimurinn var að hrynja heima. ég var farinn að halda að ég væri farinn að hafa áhrif á þetta og velta því fyrir mér hver væri hvað í þessu persónugalleríi útrásarvíkinga og stjórnmálamanna. Maður var eiginlega orðinn hálf hræddur þarna úti. Horfði á fréttirnar á Sky þar sem breski forsætisráðherrann talaði um okkur sem hryðjuverkamenn og fólkið sem var að leigja okkur húsið var farið að horfa á okkur með heygaffla í hendi. Og ég er bara hreint ekkert að grínast. Við lögðum inn tryggingu fyrir húsinu og þau tóku það bara án fyrirvara því við vorum allt í einu orðin stórhættulegir terroristar frá Íslandi. Það var í heimsfréttunum. Þegar við komum þá nutum við mikillar virðingar sem Íslendingar en það fór hratt og svona er þetta stundum. Ætli lífið sé ekki bara að líkja eftir listinni. Ég var farinn að halda það þarna á fjallinu í Toskana.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira