Er búin að dansa norðurljósadans síðustu daga Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 09:15 "Við erum að varpa ljósi á það magnaða starf sem söfnin standa fyrir og minna okkur á hversu fjölbreytt það er og mikilvægt okkar samfélagi,“ segir Karen María. Fréttablaðið/Ernir Ég hvet sem flesta til að byrja hátíðina fyrir utan Hörpu á fimmtudaginn klukkan 19.30, á Slettireku sem er leikjaskotið ljósaverk,“ segir Karen María hjá Höfuðborgarstofu. Hún segir Slettireku þannig að hver og einn geti leikið sér að því að velja liti og form til að sletta á hjúp tónlistarhússins ef þeir hlaði niður tiltekinni vefsíðu. En ef allir gera það í einu, hvað þá? „Það er X-Faktorinn í verkinu, þetta er þátttökuverk sem gerir almenningi kleift að setja mark sitt á Hörpu um stund, það getur farið hvernig sem er,“ segir Karen María létt í bragði. „Strax í kjölfar þess viðburðar byrjar snjóbrettabrun á Arnarhóli því búið verður að útbúa stökkpall úr snjó ofan úr Bláfjöllum. „Þangað má fólk koma með brettin sín og taka salíbunu, það verða plötusnúðar, ljós og fleira flott.“ Á Vetrarhátíðinni í ár er úr um 150 viðburðum að velja. Höfuðborgarstofa sér um utanumhald hennar en öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru með. Til dæmis taka hátt í 40 söfn á öllu svæðinu þátt í Safnanótt á föstudagskvöld milli klukkan 19 og miðnættis, að sögn Karenar Maríu. „Við erum að varpa ljósi á það magnaða starf sem söfnin standa fyrir og minna okkur á hversu fjölbreytt það er og mikilvægt okkar samfélagi, enda eru söfn oft í næsta nágrenni við heimili okkar. Það er fegurðin við Safnanótt. Ef fólk vill komast hratt á milli safna þá er Strætó með sérstakt leiðakerfi þetta kvöld sem gerir fólki kleift að komast frítt frá einu safni til annars.“ Á laugardagskvöld er Sundlauga-nótt og taka níu laugar þátt í henni með ólíkri dagskrá, jóga, póló, kórgjörninga, gufubað og fleira, að sögn Karenar Maríu. Hún hvetur fólk til að prófa aðrar laugar en það fer í dagsdaglega, jafnvel í nágrannasveitarfélaginu og hitta nýtt fólk í heita pottinum. „Að vera í sundlaug að vetri til úti í myrkrinu, oft með stjörnubjartan himin og jafnvel norðurljós er óviðjafnanlegt,“ bendir hún á. „Ég get ekki geta lofað norðurljósum en er búin að dansa norðurljósadans síðustu daga til að reyna að kalla þau fram,“ segir hún hlæjandi. Í Bláfjöllum verður á sunnudaginn boðið upp á frían aðgang fyrir 15 ára og yngri. Þar verður tónlist og fleira til skemmtunar. „Allt viðburðir sem eru til þess gerðir að að njóta samveru með fjölskyldu og vinum.“ Menning Vetrarhátíð Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Ég hvet sem flesta til að byrja hátíðina fyrir utan Hörpu á fimmtudaginn klukkan 19.30, á Slettireku sem er leikjaskotið ljósaverk,“ segir Karen María hjá Höfuðborgarstofu. Hún segir Slettireku þannig að hver og einn geti leikið sér að því að velja liti og form til að sletta á hjúp tónlistarhússins ef þeir hlaði niður tiltekinni vefsíðu. En ef allir gera það í einu, hvað þá? „Það er X-Faktorinn í verkinu, þetta er þátttökuverk sem gerir almenningi kleift að setja mark sitt á Hörpu um stund, það getur farið hvernig sem er,“ segir Karen María létt í bragði. „Strax í kjölfar þess viðburðar byrjar snjóbrettabrun á Arnarhóli því búið verður að útbúa stökkpall úr snjó ofan úr Bláfjöllum. „Þangað má fólk koma með brettin sín og taka salíbunu, það verða plötusnúðar, ljós og fleira flott.“ Á Vetrarhátíðinni í ár er úr um 150 viðburðum að velja. Höfuðborgarstofa sér um utanumhald hennar en öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru með. Til dæmis taka hátt í 40 söfn á öllu svæðinu þátt í Safnanótt á föstudagskvöld milli klukkan 19 og miðnættis, að sögn Karenar Maríu. „Við erum að varpa ljósi á það magnaða starf sem söfnin standa fyrir og minna okkur á hversu fjölbreytt það er og mikilvægt okkar samfélagi, enda eru söfn oft í næsta nágrenni við heimili okkar. Það er fegurðin við Safnanótt. Ef fólk vill komast hratt á milli safna þá er Strætó með sérstakt leiðakerfi þetta kvöld sem gerir fólki kleift að komast frítt frá einu safni til annars.“ Á laugardagskvöld er Sundlauga-nótt og taka níu laugar þátt í henni með ólíkri dagskrá, jóga, póló, kórgjörninga, gufubað og fleira, að sögn Karenar Maríu. Hún hvetur fólk til að prófa aðrar laugar en það fer í dagsdaglega, jafnvel í nágrannasveitarfélaginu og hitta nýtt fólk í heita pottinum. „Að vera í sundlaug að vetri til úti í myrkrinu, oft með stjörnubjartan himin og jafnvel norðurljós er óviðjafnanlegt,“ bendir hún á. „Ég get ekki geta lofað norðurljósum en er búin að dansa norðurljósadans síðustu daga til að reyna að kalla þau fram,“ segir hún hlæjandi. Í Bláfjöllum verður á sunnudaginn boðið upp á frían aðgang fyrir 15 ára og yngri. Þar verður tónlist og fleira til skemmtunar. „Allt viðburðir sem eru til þess gerðir að að njóta samveru með fjölskyldu og vinum.“
Menning Vetrarhátíð Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira