

Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein.
Jakob Svavar Sigurðsson átti um margt ógleymanlega sýningu í keppni í gæðingafimi í hestaíþróttum í Meistaradeildinni. Á einstakan hátt sýndi hann hvernig unnt er að hafa áhrif á og stjórna orkustigi og formi hests með minnstu mögulegu ábendingum.
"Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta,“ segir Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag.