Tvær Snæfellskonur jöfnuðu þriggja stiga metið í sama bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 12:15 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, kyssir hér bikarinn í leikslok. Vísir/Hanna Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent] Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Snæfellskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins í Laugardalshöllinni um síðustu helgi og þar vó þungt hittni tveggja leikmanna liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell vann Grindavík 78-70 í bikarúrslitaleiknum og voru þær Haiden Denise Palmer og Gunnhildur Gunnarsdóttir báðar með 23 stig í leiknum. Það var þó þriggja stiga nýting þeirra sem fór í sögubækurnar en báðar hittu þær úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum sem þýðir 62 prósent nýtingu. Með því að skora fimm þrista í leiknum þá jöfnuðu þær Haiden og Gunnhildur metið yfir flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði alla fimm þriggja stiga körfur sínar í fyrri hálfleiknum sem er að sjálfsögðu einnig met. Keflvíkingurinn Björg Hafsteinsdóttir varð fyrst til að skora fimm þrista í sama bikarúrslitaleiknum en hún náði því árið 1993 og átti metið ein í fimmtán ár. Gunnhildur var aðeins önnur íslenska körfuboltakonan til þess að komast í þennan flokk en bandarískir leikmenn höfðu náð þessu þrisvar sinnum á undanförnum árum. Það sem er athyglisverðast er að tveir leikmenn úr saman liði nái þessu. Snæfell skoraði samtals tíu þrista í leiknum og enginn annar leikmaður liðsins náð því að hitta úr skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell varð fyrsta kvennaliðið til að skora tíu þriggja stiga körfur í einum bikarúrslitaleik en liðið bætti met Njarðvíkurliðsins frá 2012 sem skoraði þá níu þriggja stiga körfur í sigri á Snæfelli.Flestar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleik kvenna:5 - Björg Hafsteinsdóttir (fyrir Keflavík á móti KR 1993, sigur) [Nýtti 5 af 10 skotum , 50 prósent]5 - Joanna Skiba (fyrir Grindavík á móti Haukum 2008, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Heather Ezell (fyrir Hauka á móti Keflavík 2010, sigur) [Nýtti 5 af 17 skotum , 29 prósent]5 - Chazny Paige Morris (fyrir KR á móti Keflavík 2011, tap) [Nýtti 5 af 9 skotum , 56 prósent]5 - Gunnhildur Gunnarsdóttir (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]5 - Haiden Denise Palmer (fyrir Snæfell á móti Grindavík 2016, sigur) [Nýtti 5 af 8 skotum , 63 prósent]
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30 Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Grindavík 78-70 | Bikarinn í Hólminn í fyrsta sinn Snæfell varð í dag bikarmeistari eftir sigur á Grindavík í úrslitaleik. 13. febrúar 2016 17:30
Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. 13. febrúar 2016 16:26