Undrandi og ánægðir bókmenntaverðlaunahafar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 10:15 Gunnarar tveir og einn Einar kampakátir á æðsta heimili landsins, Bessastöðum, í gær. Vísir/Stefán Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. Einar Már Guðmundsson fær íslensku bókmenntaverðlaunin nú í fyrsta skipti, þrátt fyrir að hafa fengist við ritstörf í þrjátíu og fimm ár. „Ég hef nokkrum sinnum verið tilnefndur til verðlaunanna og var orðinn frægur fyrir að hafa ekki fengið þau,“ segir hann sposkur. Hundadagar eru 26. bók Einars. Hún á sér langan aðdraganda.Verðlaunabækurnar„Ég hef haft áhuga á því sem þar er frá sagt í svona aldarfjórðung að minnsta kosti. Séra Jón Steingrímsson og Jörundur hundadagakonungur eru auðvitað persónur sem alltaf hafa svifið yfir vötnum. En þegar farið var að skoða þær nánar var svo miklu meira að segja frá. Sagan hefur verið svo einfölduð. Þá var bara horft á Ísland og Danmörku en ekki þessi tvö lönd í samhengi við Evrópu og allan heiminn.Þetta er tími frönsku byltingarinnar, Napóleonsstyrjaldanna og tveimur árum áður en Jörundur kemur til Íslands eru Englendingar að kveikja í Kaupmannahöfn. Það gengur mikið á,“ segir Einar. „Jörundur er í rauninni leppur Englendinga og þannig búinn að snúa baki í eigin þjóð, Dani, en fer svo með byltinguna í allt aðrar áttir en Englendingar ætluðust til. Maður sem ætlar að breyta öllu en stendur svo uppi einn – það er ekki hægt að hugsa sér betra söguefni.“ Þegar Einari er óskað til hamingju með verðlaunin brosir hann. „Það er spurning hvort maður vilji vera þekktur fyrir að fá verðlaunin eða fá þau ekki. Það er ekki nema tvennt í stöðunni. Auðvitað fyllist maður þakklæti þegar maður er heiðraður með þessum hætti en mundi heldur ekki gefast upp þó maður stæði fyrir utan.“Gunnar Helgason leyndi ekki gleði sinniVísir/StefánFer hratt gegnum gleðinnar dyr „Mér finnst þetta risastór stund og ég fer hratt gegnum gleðinnar dyr,“ segir Gunnar Helgason og brosir sínu breiðasta. Hann hefur tvívegis hlotið bókaverðlaun barnanna á síðustu árum fyrir fótboltabækur sínar en þetta er í fyrsta skipti sem hann er tilnefndur til þeirra íslensku – og fær þau í fyrsta skoti. Mamma klikk hlýtur að vera gríðarlega góð bók þó titillinn skori kannski ekki hátt hjá öllum mæðrum. „Titillinn er óður til skemmtilegu mæðranna,“ útskýrir Gunni. „Mamma mín er mamma klikk og ég er giftur mömmu klikk. Bókin er eiginlega pæling um hvað er að vera venjulegur. Aðalsöguhetjan Stella er svolítið óvenjuleg og henni finnst mamma sín of óvenjuleg. Bókin vekur sterk viðbrögð og ég held það hafi heppnast að koma lesendum á óvart í lokin.“ Mamma klikk er níunda bók Gunna og sú fyrsta um stelpu sem aðalsöguhetju. „Ég á ekki stelpu og að skrifa um stelpu sem er að ganga inn í gelgjuna er meira en að segja það. Þurfti því aðeins að ráðfæra mig og komst að því að unglingsstelpur eru bara eins og unglingsstrákar í grunninn þótt manni fyndist þær óskiljanlegur þjóðflokkur þegar maður var sjálfur á þessum aldri.“ Gunnar kveðst vera með fjórar bækur í pípunum. „Pínu vesen,“ viðurkennir hann. „Maður getur ekki skrifað þær allar í einu svo það er keppni!“ Hann er enn að furða sig á verðlaununum. „Mér finnst svo ótrúlegt að ég skyldi vinna, sérstaklega af því að svo óvenju margar frábærar barnabækur komu út á árinu. Þetta er fokking geðveikt.“Maður er blindur í eigin sök „Ég er bara glaður og þakklátur og úrslitin komu mér á óvart. Maður er náttúrlega blindur í eigin sök,“ eru viðbrögð Gunnars Þórs Bjarnasonar. „Öll verkin sem tilnefnd voru, eru frábrugðin hvert öðru og maður veit ekki hvað verður ofan á. Þó við Páll Baldvin skiptum á milli okkar heimsstyrjöldunum þá eru bækurnar okkar ólíkar. Sjálfur var ég sem sagnfræðingur hrifinn af bókinni um stórhvalaveiðarnar eftir Smára Geirsson. Þar er svo margt nýtt sem mikil rannsókn liggur á bak við.“ Fyrri heimsstyrjöldin er umfjöllunarefni Gunnars Þórs. Hann segir það hafa heillað hann frá því hann var strákur. „Ég skrifaði um það ritgerð í háskóla og hef spjallað um það í kennslu. Svo tók það tvö ár að sinna þessum skrifum að mestu, það var mikil törn. Rannís styrkti mig, það gerði útslagið, þá gat ég einbeitt mér að verkinu,“ segir Gunnar Þór sem meðal annars fór á söguslóðir. „Ég var erlendis í tvo mánuði, bæði fór ég á slóðir vesturvígstöðvanna í Belgíu og Norður-Frakklandi – þar sér maður menjar um stríðið, ótal kirkjugarða og minnismerki, það var mjög áhrifaríkt.“ Í einum kaflanum gerir Gunnar Þór aðkomu Vestur-Íslendinga að styrjöldinni skil og færir með því stríðið nær okkur. „Þeir sem fluttu héðan vestur um haf voru svo nýkomnir þangað þegar þessi hildarleikur átti sér stað. 400 strákar sem voru fæddir hér á Íslandi urðu hermenn. Sumir fóru af landinu sem unglingar og fullorðnir menn. Í seinna stríðinu voru líka Vestur-Íslendingar en það var næsta kynslóð á eftir.“ Aftur að verðlaununum. Þótt heiðurinn skipti mestu máli þá er hýran líka vel þegin, að sögn Gunnars. „Það er vissulega gott að fá peningaverðlaun þegar maður er að reyna að einbeita sér að því að skrifa.“ Menning Tengdar fréttir Einar Már, Gunnar og Gunnar hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin á Bessastöðum í dag. 10. febrúar 2016 16:45 Tvennir bræður tilnefndir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. 1. desember 2015 17:30 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2015 voru veitt í gær af forseta Íslands. Handhafar eru Einar Már Guðmundsson, Gunnar Helgason og Gunnar Þór Bjarnason. Hver um sig fær eina milljón króna. Einar Már Guðmundsson fær íslensku bókmenntaverðlaunin nú í fyrsta skipti, þrátt fyrir að hafa fengist við ritstörf í þrjátíu og fimm ár. „Ég hef nokkrum sinnum verið tilnefndur til verðlaunanna og var orðinn frægur fyrir að hafa ekki fengið þau,“ segir hann sposkur. Hundadagar eru 26. bók Einars. Hún á sér langan aðdraganda.Verðlaunabækurnar„Ég hef haft áhuga á því sem þar er frá sagt í svona aldarfjórðung að minnsta kosti. Séra Jón Steingrímsson og Jörundur hundadagakonungur eru auðvitað persónur sem alltaf hafa svifið yfir vötnum. En þegar farið var að skoða þær nánar var svo miklu meira að segja frá. Sagan hefur verið svo einfölduð. Þá var bara horft á Ísland og Danmörku en ekki þessi tvö lönd í samhengi við Evrópu og allan heiminn.Þetta er tími frönsku byltingarinnar, Napóleonsstyrjaldanna og tveimur árum áður en Jörundur kemur til Íslands eru Englendingar að kveikja í Kaupmannahöfn. Það gengur mikið á,“ segir Einar. „Jörundur er í rauninni leppur Englendinga og þannig búinn að snúa baki í eigin þjóð, Dani, en fer svo með byltinguna í allt aðrar áttir en Englendingar ætluðust til. Maður sem ætlar að breyta öllu en stendur svo uppi einn – það er ekki hægt að hugsa sér betra söguefni.“ Þegar Einari er óskað til hamingju með verðlaunin brosir hann. „Það er spurning hvort maður vilji vera þekktur fyrir að fá verðlaunin eða fá þau ekki. Það er ekki nema tvennt í stöðunni. Auðvitað fyllist maður þakklæti þegar maður er heiðraður með þessum hætti en mundi heldur ekki gefast upp þó maður stæði fyrir utan.“Gunnar Helgason leyndi ekki gleði sinniVísir/StefánFer hratt gegnum gleðinnar dyr „Mér finnst þetta risastór stund og ég fer hratt gegnum gleðinnar dyr,“ segir Gunnar Helgason og brosir sínu breiðasta. Hann hefur tvívegis hlotið bókaverðlaun barnanna á síðustu árum fyrir fótboltabækur sínar en þetta er í fyrsta skipti sem hann er tilnefndur til þeirra íslensku – og fær þau í fyrsta skoti. Mamma klikk hlýtur að vera gríðarlega góð bók þó titillinn skori kannski ekki hátt hjá öllum mæðrum. „Titillinn er óður til skemmtilegu mæðranna,“ útskýrir Gunni. „Mamma mín er mamma klikk og ég er giftur mömmu klikk. Bókin er eiginlega pæling um hvað er að vera venjulegur. Aðalsöguhetjan Stella er svolítið óvenjuleg og henni finnst mamma sín of óvenjuleg. Bókin vekur sterk viðbrögð og ég held það hafi heppnast að koma lesendum á óvart í lokin.“ Mamma klikk er níunda bók Gunna og sú fyrsta um stelpu sem aðalsöguhetju. „Ég á ekki stelpu og að skrifa um stelpu sem er að ganga inn í gelgjuna er meira en að segja það. Þurfti því aðeins að ráðfæra mig og komst að því að unglingsstelpur eru bara eins og unglingsstrákar í grunninn þótt manni fyndist þær óskiljanlegur þjóðflokkur þegar maður var sjálfur á þessum aldri.“ Gunnar kveðst vera með fjórar bækur í pípunum. „Pínu vesen,“ viðurkennir hann. „Maður getur ekki skrifað þær allar í einu svo það er keppni!“ Hann er enn að furða sig á verðlaununum. „Mér finnst svo ótrúlegt að ég skyldi vinna, sérstaklega af því að svo óvenju margar frábærar barnabækur komu út á árinu. Þetta er fokking geðveikt.“Maður er blindur í eigin sök „Ég er bara glaður og þakklátur og úrslitin komu mér á óvart. Maður er náttúrlega blindur í eigin sök,“ eru viðbrögð Gunnars Þórs Bjarnasonar. „Öll verkin sem tilnefnd voru, eru frábrugðin hvert öðru og maður veit ekki hvað verður ofan á. Þó við Páll Baldvin skiptum á milli okkar heimsstyrjöldunum þá eru bækurnar okkar ólíkar. Sjálfur var ég sem sagnfræðingur hrifinn af bókinni um stórhvalaveiðarnar eftir Smára Geirsson. Þar er svo margt nýtt sem mikil rannsókn liggur á bak við.“ Fyrri heimsstyrjöldin er umfjöllunarefni Gunnars Þórs. Hann segir það hafa heillað hann frá því hann var strákur. „Ég skrifaði um það ritgerð í háskóla og hef spjallað um það í kennslu. Svo tók það tvö ár að sinna þessum skrifum að mestu, það var mikil törn. Rannís styrkti mig, það gerði útslagið, þá gat ég einbeitt mér að verkinu,“ segir Gunnar Þór sem meðal annars fór á söguslóðir. „Ég var erlendis í tvo mánuði, bæði fór ég á slóðir vesturvígstöðvanna í Belgíu og Norður-Frakklandi – þar sér maður menjar um stríðið, ótal kirkjugarða og minnismerki, það var mjög áhrifaríkt.“ Í einum kaflanum gerir Gunnar Þór aðkomu Vestur-Íslendinga að styrjöldinni skil og færir með því stríðið nær okkur. „Þeir sem fluttu héðan vestur um haf voru svo nýkomnir þangað þegar þessi hildarleikur átti sér stað. 400 strákar sem voru fæddir hér á Íslandi urðu hermenn. Sumir fóru af landinu sem unglingar og fullorðnir menn. Í seinna stríðinu voru líka Vestur-Íslendingar en það var næsta kynslóð á eftir.“ Aftur að verðlaununum. Þótt heiðurinn skipti mestu máli þá er hýran líka vel þegin, að sögn Gunnars. „Það er vissulega gott að fá peningaverðlaun þegar maður er að reyna að einbeita sér að því að skrifa.“
Menning Tengdar fréttir Einar Már, Gunnar og Gunnar hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin á Bessastöðum í dag. 10. febrúar 2016 16:45 Tvennir bræður tilnefndir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. 1. desember 2015 17:30 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Einar Már, Gunnar og Gunnar hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands afhenti þeim verðlaunin á Bessastöðum í dag. 10. febrúar 2016 16:45
Tvennir bræður tilnefndir Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. 1. desember 2015 17:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp