Fannst atriði Reykjavíkurdætra í takt við nýja tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 07:00 „Að mínu mati var ekkert í þessu atriði sem ætti að geta grafið undan öryggi áhorfenda eða snúið lífi þeirra á hvolf, þarna voru einhverjar tilvísanir í kynlíf sem fólk þarf eiginlega að hafa prófað sjálft til að skilja og setja í samhengi,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, var ein þeirra sem fylgdist með rappsveitinni Reykjavíkurdætrum flytja umdeilt lag og atriði í þættinum Vikan á föstudagskvöld. Eins og flestum ætti að verða orðið ljóst ofbauð Ágústu Evu Erlendsdóttur svo atriði sveitarinnar, sem sjá má hér að neðan, að hún yfirgaf svæðið áður en atriðinu var lokið. Sagðist hún aldrei hafa skammast sín jafnmikið og hafði ekki áhuga á að sitja undir atriði sveitarinnar. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum varðandi atriðið, brotthvarf Ágústu Evu og líklegt má telja að stór hópur fólks eigi í stökustu vandræðum með að ná utan um skoðun sína á málinu. Persónu Ágústu Evu, Sylvíu Nótt, hefur verið blandað inn í umræðuna auk þess sem þáttastjórnandinn Gísli Marteinn hefur líkt sveitinni við Megas, Bubba og Björk. Hildur Eir segist hafa verið uppi í tungusófanum heima hjá sér, með M&M við hönd og beðið óþreyjufull eftir næsta þætti af lögreglufulltrúanum Barnaby. Hún segist vera orðin miðaldra, sófinn hennar elskhugi og sælgætið andlegi stuðningurinn. Það sé ógnvekjandi staðreynd. „ Þess vegna varð ég töluvert fegin að uppgötva að atriði Reykjavíkurdætra hefði ekki hneykslað mig og ég jafnvel ekki áttað mig á að þarna væri um tímamót í íslenskri sjónvarpssögu að ræða,“ segir Hildur í pistli á heimasíðu sinni. Pistillinn virðist hitta í mark hjá fjölmörgum ef marka má fjölda læka sem nálgast eitt þúsund þegar þetta er skrifað. Hildur Eir bendir á að Jesú hafi aldrei orðið hneykslaður samkvæmt guðspjöllunum þótt hann hafi sýnt aðrar tilfinningar. Ágústu Evu ofbauð og yfirgaf svæðið.Fréttablaðið/Valli Sambærilegt og á venjulegu þorrablóti uppi í sveit Hildur Eir segir að henni hafi einfaldlega fundist söngatriðið í takt við nýja tíma. Flutt af hljómsveit sem er af kynslóð sem sé opin um allt milli himins og jarðar. Kynslóð sem noti óheflaðar aðferðir til að brjóta niður múra og koma samfélaginu í skilning um að skömm valdi ekki bara aðgreiningu heldur skapi líka óréttlæti og kúgun, skömmin veiki okkur andlega og líkamlega. „Að mínu mati var ekkert í þessu atriði sem ætti að geta grafið undan öryggi áhorfenda eða snúið lífi þeirra á hvolf, þarna voru einhverjar tilvísanir í kynlíf sem fólk þarf eiginlega að hafa prófað sjálft til að skilja og setja í samhengi. Ég hugsa að það sé tiltölulega auðvelt að finna sambærilegt atriði á venjulegu þorrablóti í íslenskri sveit, nema þar eru flestir undir áhrifum áfengis og aldurstakmark heil 16 ár.“ Hildur fullyrðir að allir hugsi um kynlíf á hverjum einasta degi, sumir oft á dag. Hún ræði kynlíf endurtekið í sínu starfi sem prestur en samt láti fólk alltaf eins og kynlíf tilheyri einhverjum minnihlutahóp í samfélaginu. Þess vegna sé unga kynslóðin að ögra, kynslóð sem þoli illa tvískinnung. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því sem er sjónvarpað í beinni útsendingu og er bara nákvæmlega það sem það lítur út fyrir að vera. Við þurfum hins vegar að hafa áhyggjur af því sem gerist bak við luktar dyr inn á heimilum þar sem angistin kafnar í hljóðu öskri. Það er eitthvað sem við þurfum að tala um og finna úrræði gegn. Það er alveg glatað að eyða dýrmætri orku í að hneykslast því að hneykslun er ekkert annað en að fría sig ábyrgð gagnvart því sem varðar okkur öll með einum eða öðrum hætti.“ Tengdar fréttir Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást. 28. febrúar 2016 14:28 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Hildur Eir Bolladóttir, prestur á Akureyri, var ein þeirra sem fylgdist með rappsveitinni Reykjavíkurdætrum flytja umdeilt lag og atriði í þættinum Vikan á föstudagskvöld. Eins og flestum ætti að verða orðið ljóst ofbauð Ágústu Evu Erlendsdóttur svo atriði sveitarinnar, sem sjá má hér að neðan, að hún yfirgaf svæðið áður en atriðinu var lokið. Sagðist hún aldrei hafa skammast sín jafnmikið og hafði ekki áhuga á að sitja undir atriði sveitarinnar. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum varðandi atriðið, brotthvarf Ágústu Evu og líklegt má telja að stór hópur fólks eigi í stökustu vandræðum með að ná utan um skoðun sína á málinu. Persónu Ágústu Evu, Sylvíu Nótt, hefur verið blandað inn í umræðuna auk þess sem þáttastjórnandinn Gísli Marteinn hefur líkt sveitinni við Megas, Bubba og Björk. Hildur Eir segist hafa verið uppi í tungusófanum heima hjá sér, með M&M við hönd og beðið óþreyjufull eftir næsta þætti af lögreglufulltrúanum Barnaby. Hún segist vera orðin miðaldra, sófinn hennar elskhugi og sælgætið andlegi stuðningurinn. Það sé ógnvekjandi staðreynd. „ Þess vegna varð ég töluvert fegin að uppgötva að atriði Reykjavíkurdætra hefði ekki hneykslað mig og ég jafnvel ekki áttað mig á að þarna væri um tímamót í íslenskri sjónvarpssögu að ræða,“ segir Hildur í pistli á heimasíðu sinni. Pistillinn virðist hitta í mark hjá fjölmörgum ef marka má fjölda læka sem nálgast eitt þúsund þegar þetta er skrifað. Hildur Eir bendir á að Jesú hafi aldrei orðið hneykslaður samkvæmt guðspjöllunum þótt hann hafi sýnt aðrar tilfinningar. Ágústu Evu ofbauð og yfirgaf svæðið.Fréttablaðið/Valli Sambærilegt og á venjulegu þorrablóti uppi í sveit Hildur Eir segir að henni hafi einfaldlega fundist söngatriðið í takt við nýja tíma. Flutt af hljómsveit sem er af kynslóð sem sé opin um allt milli himins og jarðar. Kynslóð sem noti óheflaðar aðferðir til að brjóta niður múra og koma samfélaginu í skilning um að skömm valdi ekki bara aðgreiningu heldur skapi líka óréttlæti og kúgun, skömmin veiki okkur andlega og líkamlega. „Að mínu mati var ekkert í þessu atriði sem ætti að geta grafið undan öryggi áhorfenda eða snúið lífi þeirra á hvolf, þarna voru einhverjar tilvísanir í kynlíf sem fólk þarf eiginlega að hafa prófað sjálft til að skilja og setja í samhengi. Ég hugsa að það sé tiltölulega auðvelt að finna sambærilegt atriði á venjulegu þorrablóti í íslenskri sveit, nema þar eru flestir undir áhrifum áfengis og aldurstakmark heil 16 ár.“ Hildur fullyrðir að allir hugsi um kynlíf á hverjum einasta degi, sumir oft á dag. Hún ræði kynlíf endurtekið í sínu starfi sem prestur en samt láti fólk alltaf eins og kynlíf tilheyri einhverjum minnihlutahóp í samfélaginu. Þess vegna sé unga kynslóðin að ögra, kynslóð sem þoli illa tvískinnung. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því sem er sjónvarpað í beinni útsendingu og er bara nákvæmlega það sem það lítur út fyrir að vera. Við þurfum hins vegar að hafa áhyggjur af því sem gerist bak við luktar dyr inn á heimilum þar sem angistin kafnar í hljóðu öskri. Það er eitthvað sem við þurfum að tala um og finna úrræði gegn. Það er alveg glatað að eyða dýrmætri orku í að hneykslast því að hneykslun er ekkert annað en að fría sig ábyrgð gagnvart því sem varðar okkur öll með einum eða öðrum hætti.“
Tengdar fréttir Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57 Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45 Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást. 28. febrúar 2016 14:28 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sjá meira
Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Leikkonan yfirgaf Vikuna með Gísla Marteini á undan öðrum gestum þáttarins. 26. febrúar 2016 23:35
Ágústa Eva: „Aldrei skammast mín jafn mikið og nú“ Sjáðu atriðið sem allir eru að tala um. 27. febrúar 2016 09:57
Ágreiningur um útgöngu Ágústu Evu Meðan margir telja Ágústu Evu hafa rétt lágmenningu maklega fingurinn telja margir Silvíu Nótt ekki trúverðuga í slíkri gagnrýni. 27. febrúar 2016 13:45
Reykjavíkurdætur í sama flokki og Megas, Bubbi og Björk Gísli Marteinn Baldursson, stjórnandi Vikunnar, segir atriði Reykjavíkurdætra í þætti sínum skipa sér í sveit með öðrum ögrandi listamönnum og að saga okkar væri fátækari hefðu sambærileg atriði ekki fengið að sjást. 28. febrúar 2016 14:28