Ágústu Evu ofbauð framkoma Reykjavíkurdætra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2016 23:35 Ágústa Eva yfirgaf Vikuna hans Gísla Marteins áður en Reykjavíkurdætur höfðu lokið flutningi sínum. vísir/valli/nanna Ágústa Eva Erlendsdóttir var meðal gesta í þættinum Vikan með Gísla Marteini sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld. Í þættinum fær Gísli til sín gesti og ræðir um liðna viku en þættinum lýkur með tónlistaratriði. Að þessu sinni var það í boði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Athygli vakti að í miðju lagi þeirra stóð Ágústa Eva á fætur og yfirgaf sjónvarpssalinn. Telja margir að henni hafi ofboðið framkoma þeirra á meðan aðrir velta fyrir sér hvort hún hafi mögulega verið orðin sein eitthvert annað. T.d. til tannlæknis eins og einn af fjölmörgum notendum á Twitter sem tjá sig um málið veltir fyrir sér. Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir kraftmikla sviðsframkomu og á því var engin breyting á í kvöld. Þær voru klæddar í sjúkrahúsklæðnað og ein þeirra var vopnuð „strap on“ gervilim. Þannig dönsuðu þær um settið og innan um aðra gesti þáttarins, þá Sóla Hólm, Eivöru Pálsdóttur og Jóhannes Hauk Jóhannessonar, meðan þær fluttu lagið Ógeðsleg.Uppfært 00.27 Ágústa Eva segist á Snapchat-reikningi sínum hafa labbað út. Það hafi verið of mikið fyrir hana þegar stelpurnar í Reykjavíkurdætrum fóru úr að neðan. „Hvað ef hópur manna hefði troðist inn í settið með gervisköp, skakandi sér á viðmælendum og stjórnandanum, berir að neðan, segjandi fólki að totta á sér kónginn,“ segir hún í samtali við Nútímann. Myndband af því þegar Ágústa Eva yfirgaf salinn má sjá hér fyrir neðan. Neðst í fréttinni má síðan sjá flutning Reykjavíkurdætra á laginu í heild sinni.Umræða hefur sprottið upp um málið á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum.Ágústu Evu fannst þessi pæling ekki ganga upp. Frekar feit pæling samt. https://t.co/HT7adnsBSI— gunnare (@gunnare) February 26, 2016 Tweets about #vikan OR ágústa eva Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Ágústa Eva Erlendsdóttir var meðal gesta í þættinum Vikan með Gísla Marteini sem var á dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld. Í þættinum fær Gísli til sín gesti og ræðir um liðna viku en þættinum lýkur með tónlistaratriði. Að þessu sinni var það í boði rappsveitarinnar Reykjavíkurdætra. Athygli vakti að í miðju lagi þeirra stóð Ágústa Eva á fætur og yfirgaf sjónvarpssalinn. Telja margir að henni hafi ofboðið framkoma þeirra á meðan aðrir velta fyrir sér hvort hún hafi mögulega verið orðin sein eitthvert annað. T.d. til tannlæknis eins og einn af fjölmörgum notendum á Twitter sem tjá sig um málið veltir fyrir sér. Reykjavíkurdætur eru þekktar fyrir kraftmikla sviðsframkomu og á því var engin breyting á í kvöld. Þær voru klæddar í sjúkrahúsklæðnað og ein þeirra var vopnuð „strap on“ gervilim. Þannig dönsuðu þær um settið og innan um aðra gesti þáttarins, þá Sóla Hólm, Eivöru Pálsdóttur og Jóhannes Hauk Jóhannessonar, meðan þær fluttu lagið Ógeðsleg.Uppfært 00.27 Ágústa Eva segist á Snapchat-reikningi sínum hafa labbað út. Það hafi verið of mikið fyrir hana þegar stelpurnar í Reykjavíkurdætrum fóru úr að neðan. „Hvað ef hópur manna hefði troðist inn í settið með gervisköp, skakandi sér á viðmælendum og stjórnandanum, berir að neðan, segjandi fólki að totta á sér kónginn,“ segir hún í samtali við Nútímann. Myndband af því þegar Ágústa Eva yfirgaf salinn má sjá hér fyrir neðan. Neðst í fréttinni má síðan sjá flutning Reykjavíkurdætra á laginu í heild sinni.Umræða hefur sprottið upp um málið á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum.Ágústu Evu fannst þessi pæling ekki ganga upp. Frekar feit pæling samt. https://t.co/HT7adnsBSI— gunnare (@gunnare) February 26, 2016 Tweets about #vikan OR ágústa eva
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira