Flug í boði 25 félaga – voru átta fyrir áratug Svavar Hávarðsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Aldrei hafa eins mörg flugfélög ákveðið að fljúga til og frá Íslandi og á þessu ári. Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Björn Óli Kárason er forstjóri ISAVIA. Á þessu ári munu fjórfalt fleiri flugfélög bjóða upp á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli en árin fyrir hrun. Alls bjóða níu félög flug til fjölda áfangastaða frá Keflavík allt árið, en önnur sextán félög frá vormánuðum til hausts – eða alls 25. Árið 2005 voru flugfélögin sex alls sem buðu þessa þjónustu, þar af fjögur heilsársflugfélög. Þetta kemur fram í tölfræði sem Isavia tók saman fyrir Fréttablaðið. Ferðamálastofa greindi frá því um miðjan mánuðinn að fjöldi ferðamanna um Seyðisfjörð, Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli hefði verið um 1,3 milljónir árið 2015 eða 291 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2014. Aukningin milli ára nemur 29,2 prósentum. Þessar tölur komu fram á sama tíma og öryggismál erlendra ferðamanna voru í hámæli, en í kjölfar þess mátti í ræðu og riti greina áhyggjur af þróuninni. Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, benti á í viðtali við Fréttablaðið að gestir okkar yrðu örugglega 1,6 milljónir í ár og tvær milljónir árið 2017. „Fjölgun ferðafólks er beintengd vexti alþjóðlegra flugsamgangna og þar er mikil uppsveifla í gangi sem ekki sér fyrir endann á. Landið er klárlega komið í vitund mun stærri hóps fólks um allan heim og með vexti flugsins er alltaf ódýrara og auðveldara að komast hingað,“ sagði Edward. Þegar tölfræði Isavia er greind kemur í ljós hvernig áhugi erlendra flugfélaga á Íslandi sem áfangastað hefur þróast á stuttum tíma. Litið aftur til ársins 2011 voru félögin tólf en eru nú rúmlega helmingi fleiri. Þrefalt til fjórfalt fleiri félög beina vélum sínum hingað á þessu ári en var árin 2005 til 2007, svo eitthvað sé tínt til. Sætaframboð gefur aðra mynd af því sama. Árið 2011 voru 3,4 milljónir sæta í boði en tæplega 6,1 milljón í fyrra. Lendingar í Keflavík fóru úr 12.430 í 19.769 á sama tímabili. Í samantekt turisti.is fyrir um ári kom fram að þegar sumardagskrá flugfélaganna hófst í lok mars í fyrra var boðið upp á áætlunarflug frá Íslandi til 64 flugvalla í 59 borgum og var þá leiguflug á vegum ferðaskrifstofa til sólarstranda ótalið. Tölfræði Ferðamálastofu sýnir enn fremur að fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2015 á Keflavíkurflugvelli. Aukning milli ára fór yfir 30 prósent fyrstu átta mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í október 49,3 prósent, september 39,4 prósent og maí 36,4 prósent. Þá liggur fyrir að janúarmet ársins 2015 hefur verið slegið myndarlega og enn svo tugprósentum skiptir – flugfarþegar í Keflavík í janúar voru rúmlega 290.000 eða um 60.000 fleiri en 2015.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira