Haukar með sex leikja tak á Valsmönnum fyrir stórleik dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2016 14:30 Janus Daði Smárason hefur skorað 24 mörk fyrir Hauka í þremur sigurleikjum á móti Val á þessu tímabili. Vísir/Anton Haukar og Valur, tvö efstu liðin í Olís-deild karla í handbolta, mætast í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á morgun. Haukar og Valur eru í nokkrum sérflokki í deildinni að lokinni 21 umferð. Haukar hafa fjögurra stiga forskot á toppnum en Valsmenn eru síðan með tíu stigum meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Það líta því margir á undanúrslitaleik liðanna í dag sem hálfgerðan úrslitaleik bikarkeppninnar í ár en sigurvegari leiksins mætir annaðhvort 1. deildarliði Stjörnunnar eða nýliðum Gróttu í úrslitaleiknum. Haukarnir þekkja það hinsvegar afar vel að vinna Valsmenn því það hafa þeir gert í sex síðustu leikjum liðanna í mótum á vegum Handknattleikssambands Íslands. Haukar unnu 3-0 sigur á Valsliðinu í úrslitakeppninni síðasta vor, hafa unnið báða deildarleiki liðanna á þessu tímabili og Haukarnir unnu Valsmenn líka í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins milli jóla og nýárs. Það er hægt að finna eitt tap í viðbót hjá Valsmönnum. Sjöundi sigur Haukanna kom nefnilega á Ragnarsmótinu í ágústmánuði. Valsmenn hafa ekki unnið Hauka í mótsleik síðan að liðin mættust í deildarleik á Hlíðarenda 19. mars 2015 eða næstum því í eitt heilt ár. Valsliðið vann þann leik 25-23 þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði níu mörk en hann leikur nú með ÍBV. Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur reynst Valsmönnum afar erfiður í flestum þessara leikja enda hafa Hlíðarendapiltar skorað 24 mörk eða minna í fimm síðustu leikjum sínum á Íslandsmóti á móti Haukum. Haukamaðurinn Janus Daði Smárason skoraði þrettán mörk í síðasta leik liðanna sem Haukar unnu með þremur mörkum í nóvember en í fyrsta leik liðanna var Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 17.15 í Laugardalshöllinni en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.Tak Hauka á Valsmönnum síðustu tíu mánuði:Úrslitakeppnin 2015Fim. 16.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 24-32 (10-19)Markahæstir: Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4 - Janus Daði Smárason 9, Árni Steinn Steinþórsson 7.Lau. 18.apr.2015 16.00 Schenkerhöllin Haukar - Valur 21-19 (8-9)Markahæstir: Janus Daði Smárason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4 - Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5.Þri. 21.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 22-29 (6-14)Markahæstir: Geir Guðmundsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elvar Friðriksson 4, Bjartur Guðmundsson 4 - Janus Daði Smárason 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Adam Haukur Baumruk 4.Deildin 2015-16Fim. 17.sep.2015 20.00 Valshöllin Valur - Haukar 19-26 (12-13)Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon 9, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4 - Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Einar Pétur Pétursson 5, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 4.Fös. 13.nóv.2015 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Valur 25-22 (13-11)Markahæstir: Janus Daði Smárason 13, Einar Pétur Pétursson 3, Elías Már Halldórsson 3 - Guðmundur Hólmar Helgason 7, Daníel Þór Ingason 7, Geir Guðmundsson 4.Deildarbikar 2015Mán. 28.des.2015 20.30 Strandgata Haukar - Valur 28-26 (15-10)Markahæstir: Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Alexander Örn Júlíusson 4.Ragnarsmót 2015 Fös. 21.ágú.2015 18.30 Selfoss Haukar - Valur 27-26 (10-16) Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45 Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Haukar og Valur, tvö efstu liðin í Olís-deild karla í handbolta, mætast í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars karla í handbolta og í boði er sæti í bikarúrslitaleiknum á morgun. Haukar og Valur eru í nokkrum sérflokki í deildinni að lokinni 21 umferð. Haukar hafa fjögurra stiga forskot á toppnum en Valsmenn eru síðan með tíu stigum meira en liðin í þriðja og fjórða sæti. Það líta því margir á undanúrslitaleik liðanna í dag sem hálfgerðan úrslitaleik bikarkeppninnar í ár en sigurvegari leiksins mætir annaðhvort 1. deildarliði Stjörnunnar eða nýliðum Gróttu í úrslitaleiknum. Haukarnir þekkja það hinsvegar afar vel að vinna Valsmenn því það hafa þeir gert í sex síðustu leikjum liðanna í mótum á vegum Handknattleikssambands Íslands. Haukar unnu 3-0 sigur á Valsliðinu í úrslitakeppninni síðasta vor, hafa unnið báða deildarleiki liðanna á þessu tímabili og Haukarnir unnu Valsmenn líka í úrslitaleik Flugfélags Íslands bikarsins milli jóla og nýárs. Það er hægt að finna eitt tap í viðbót hjá Valsmönnum. Sjöundi sigur Haukanna kom nefnilega á Ragnarsmótinu í ágústmánuði. Valsmenn hafa ekki unnið Hauka í mótsleik síðan að liðin mættust í deildarleik á Hlíðarenda 19. mars 2015 eða næstum því í eitt heilt ár. Valsliðið vann þann leik 25-23 þar sem Kári Kristján Kristjánsson skoraði níu mörk en hann leikur nú með ÍBV. Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur reynst Valsmönnum afar erfiður í flestum þessara leikja enda hafa Hlíðarendapiltar skorað 24 mörk eða minna í fimm síðustu leikjum sínum á Íslandsmóti á móti Haukum. Haukamaðurinn Janus Daði Smárason skoraði þrettán mörk í síðasta leik liðanna sem Haukar unnu með þremur mörkum í nóvember en í fyrsta leik liðanna var Leonharð Þorgeir Harðarson markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Leikur Vals og Hauka hefst klukkan 17.15 í Laugardalshöllinni en hann verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.Tak Hauka á Valsmönnum síðustu tíu mánuði:Úrslitakeppnin 2015Fim. 16.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 24-32 (10-19)Markahæstir: Elvar Friðriksson 6, Finnur Ingi Stefánsson 4, Bjartur Guðmundsson 4, Ómar Ingi Magnússon 4 - Janus Daði Smárason 9, Árni Steinn Steinþórsson 7.Lau. 18.apr.2015 16.00 Schenkerhöllin Haukar - Valur 21-19 (8-9)Markahæstir: Janus Daði Smárason 5, Tjörvi Þorgeirsson 4 - Vignir Stefánsson 5, Ómar Ingi Magnússon 5.Þri. 21.apr.2015 19.30 Valshöllin Valur - Haukar 22-29 (6-14)Markahæstir: Geir Guðmundsson 7, Kári Kristján Kristjánsson 5, Elvar Friðriksson 4, Bjartur Guðmundsson 4 - Janus Daði Smárason 5, Árni Steinn Steinþórsson 5, Adam Haukur Baumruk 4.Deildin 2015-16Fim. 17.sep.2015 20.00 Valshöllin Valur - Haukar 19-26 (12-13)Markahæstir: Ómar Ingi Magnússon 9, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sveinn Aron Sveinsson 4 - Leonharð Þorgeir Harðarson 7, Einar Pétur Pétursson 5, Elías Már Halldórsson 5, Janus Daði Smárason 4.Fös. 13.nóv.2015 19.30 Schenkerhöllin Haukar - Valur 25-22 (13-11)Markahæstir: Janus Daði Smárason 13, Einar Pétur Pétursson 3, Elías Már Halldórsson 3 - Guðmundur Hólmar Helgason 7, Daníel Þór Ingason 7, Geir Guðmundsson 4.Deildarbikar 2015Mán. 28.des.2015 20.30 Strandgata Haukar - Valur 28-26 (15-10)Markahæstir: Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 6, Heimir Óli Heimisson 4, Einar Pétur Pétursson 4 - Sveinn Aron Sveinsson 6, Geir Guðmundsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Alexander Örn Júlíusson 4.Ragnarsmót 2015 Fös. 21.ágú.2015 18.30 Selfoss Haukar - Valur 27-26 (10-16)
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45 Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Elías Már frábær í sigri Hauka Haukar eru með fjögura stiga forskot á toppi Olís-deildar karla í handbolti eftir fimm marka sigur á ÍBV, 29-24, í lokaleik 21. umferðar. 20. febrúar 2016 17:35
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 21-24 | Valsmenn stóðust áhlaup ÍR Valur lagði ÍR 24-21 á útivelli í 21. umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Valur var 13-9 yfir í hálfleik. 18. febrúar 2016 21:45
Tvö bestu liðin mætast í kvöld Fréttablaðið fékk Einar Andra Einarsson, þjálfara Aftureldingar, til að spá í undanúrslitaleiki Coca Cola-bikars karla í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann sér Hauka og Gróttu fara í úrslit. 26. febrúar 2016 06:00