Spáir því að norskur kvenboxari verði eins stór og Floyd Mayweather Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2016 14:30 Cecilia Brækhus. Vísir/Getty Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty Box Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Hin norska Cecilia Brækhus er á góðri leið með að verða ein frægasti boxari heimsins og þjálfarinn hennar er sannfærður um að hún verði ein af þeim allra stærstu í boxsögunni. Frammistaða Cecilia Brækhus vekur mikla athygli á boxi í Noregi svona svipað eins og frammistaða Gunnars Nelson vekur mikla athygli á UFC á Íslandi. Cecilia Brækhus fer næst inn í hringinn á móti Chris Namus frá Úrúgvæ um næstu helgi en boxbardagi þeirra fer fram í Halle í Þýskalandi. Jonathon Banks er nýr þjálfari Cecilia Brækhus en hann var sjálfur liðtækur boxari. Banks hefur einnig þjálfað Wladimir Klitschko og þekkir því vel til. Brækhus meiddist illa á fæti í síðasta bardaga sínum og hefur því ekki keppt síðan í nóvember 2014. Hún er því að stíga inn í hringinn í fyrsta sinn í fjórtán mánuði. Jonathon Banks efast ekki um hæfileika hinnar 34 ára gömlu Cecilia Brækhus sem hefur unnið alla 27 bardaga sína á ferlinum. Hann spáir mikilli velgengi hjá Brækhus. „Hún er ekki nálægt toppnum sínum ennþá. Ég er sannfærður um að menn muni tala um hana í sömu setningu og kappa eins og Floyd Mayweather og alla hina stærstu boxara sögunnar," sagði Jonathon Banks á blaðamannafundi fyrir komandi bardaga en Dagbladet í Noregi segir frá. Floyd Mayweather vann alla 47 boxbardagana á sínum ferli og hefur lagt hanskana á hilluna ósigraður. Cecilia Brækhus þarf að vinna tuttugu í viðbót til að jafna þann árangur en hún er handhafi fjögurra belta í dag. „Cecilia er ein af þeim allra bestu og hún er mögulega klárari en þeir allir," sagði Banks. Vísir/GettyVísir/Getty
Box Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira