Fjórir stubbar í varnarlínu Bayern í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2016 13:15 David Alaba. Vísir/Getty Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Hún verður væntanlega ekki hávaxin varnarlínan hjá Bayern München þegar þýska liðið heimsækir Juventus á Juventus-leikvanginn í Torinó í kvöld. Allir miðverðir Bayern München eru meiddir og því þarf Pep Guardiola að endurskipuleggja öftustu línu liðsins fyrir þennan mikilvæga leik. Jerome Boateng meiddist strax í fyrsta leik eftir vetrarfríið og hin óheppni Holger Badstuber meiddist illa á æfingu á dögunum. Medhi Benatia og Javier Martinez eru líka að ná sér eftir vöðvatognanir. Bayern fékk Serdar Tasci á láni frá Spartak Moskvu í byrjun febrúar en hann er ekki í mikilli leikæfingu og því ólíklegur kostur fyrir svona stóran leik. Það bendir allt til þess að Pep Guardiola tefli fram óvenju lávaxnari varnarlínu í leiknum. Þar verða væntanlega þeir Philipp Lahm (170 sentímetrar), Joshua Kimmich (176 sm), David Alaba (180 sm) og Juan Bernat (170 sm). Joshua Kimmich er 21 árs gamall og mjög efnilegur miðvörður. Austurríkismaðurinn David Alaba getur spilað allstaðar á vellinum en hann er oftast vinstri bakvörður. Þeir verða líklegast saman í miðri vörninni. Þessar tölur fara kannski fyrst að þýða eitthvað þegar hæð sóknarmanna Juventus-liðsins er skoðuð. Hinn 190 sentímetra hái Alvaro Morata og hinn 187 sentímetra hái Mario Mandzukic ættu nefnilega að vinna flesta skallabolta í kvöld. Fari svo að enginn varnarmanna Bayern verði yfir 180 sentímetra í leiknum er hætt við því að Juventus leggi ofurkapp á fyrirgjafir á þá Morata og Mandzukic. Mario Mandzukic er kominn til baka eftir meiðsli og örugglega ekki búinn að gleyma því að Pep Guardiola lét hann fara frá Bayern. Leikur Juventus og Bayern München í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira