Þar lék Sindi á úkúlele og söng lagið When I was Your Man með söngvaranum góðkunna Bruno Mars. Sindri, sem hafði ferðast í fimm klukkustundir frá Ísafirði til að geta stigið á stokk í Austurbæ, hefur sungið og spilað frá unga aldri.

Að honum loknum ætlaði allt um koll að keyra og hlaut Sindri standandi fögnuð frá viðstöddum, þeirra á meðal frá fyrrnefndri Ágústu Evu.
Flutning Sindra, og geðshræringu hans að honum loknum, má sjá hér að ofan.