ISIS einbeitir sér að þjálfun barna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2016 16:49 Hryðjuverkasamtökin sækja í auknum mæli í að þjálfa börn til hernaðar og líta á þau sem hreinræktaða vígamenn. Mynd/Skjáskot Liðsmenn ISIS vinna hörðum höndum að því að þjálfa börn til þess að mynda nýja kynslóð hryðjuverkamanna. Frá fæðingu eru trúarkennisetningar innrættar í börnunum. Í nýrri skýrslu sem studd er af Sameinuðu þjóðunum kemur fram að liðsmenn ISIS líti á þessa nýju kynslóð sem hreinræktaðri liðsmenn ISIS. Rannsakendur frá Qulliam, sérfræðingaráði sem sérhæfir sig í rannsóknum á hryðjuverkum, hafa kannað hvernig ISIS vinnur að því að fá börn til að ganga til liðs við samtökin. Allt að 50 börn frá Bretlandi alast nú upp á landsvæði ISIS auk þess sem áætlað er að um 30.000 erlendir vígamenn hafi gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi til þess að berjast fyrir samtökin.Fjallað er ítarlega um skýrsluna sem kemur út á miðvikudaginn í næstu viku í The Guardian. Þar kemur fram að ISIS sækist sérstaklega eftir því að fá börn til þess að ganga til liðs við sig. Mörg þeirra eru í þjálfun til þess að verða njósnarar, hermenn, böðlar og jafnvel sjálfsmorðsprengjuárásarmenn. „Samtökin eyða miklum tíma í að innræta kennisetningar sínar í börnum með það að markmiði að ala upp hryðjuverkamenn framtíðarinnar. Þeir sem starfa við þetta telja að þessi börn verði betri og hreinræktaðari vígamenn vegna þess að þau alist upp við kennisetningar ISIS,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur fram að ISIS ræni flestum börnum sem það setji í þjálfun hjá sér. Sameinuðu þjóðirnar í Írak telja að ISIS hafi rænt 800-900 börnum í Írak á undanförnum árum í þeim tilgangi að þjálfa þau til hernaðar. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Segja ISIS nota börn í hernaði sem aldrei fyrr Minnst 89 börn á aldrinum átta til átján ára létu lífið í bardaga fyrir Íslamska ríkið. 19. febrúar 2016 12:37 Stöðvuðu herbúninga sem flytja átti til Sýrlands Lögreglan á Spáni fann 20 þúsund búninga í felulitum meðal hjálpargagna sem smygla átti til ISIS og Nusra Front. 4. mars 2016 13:15 Hershöfðingi felldur í sjálfsmorðsárás ISIS Fjórir árásarmenn komust inn í höfuðstöðvar hersins í Írak og sprengdu sig í loft upp. 1. mars 2016 10:48 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Liðsmenn ISIS vinna hörðum höndum að því að þjálfa börn til þess að mynda nýja kynslóð hryðjuverkamanna. Frá fæðingu eru trúarkennisetningar innrættar í börnunum. Í nýrri skýrslu sem studd er af Sameinuðu þjóðunum kemur fram að liðsmenn ISIS líti á þessa nýju kynslóð sem hreinræktaðri liðsmenn ISIS. Rannsakendur frá Qulliam, sérfræðingaráði sem sérhæfir sig í rannsóknum á hryðjuverkum, hafa kannað hvernig ISIS vinnur að því að fá börn til að ganga til liðs við samtökin. Allt að 50 börn frá Bretlandi alast nú upp á landsvæði ISIS auk þess sem áætlað er að um 30.000 erlendir vígamenn hafi gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi til þess að berjast fyrir samtökin.Fjallað er ítarlega um skýrsluna sem kemur út á miðvikudaginn í næstu viku í The Guardian. Þar kemur fram að ISIS sækist sérstaklega eftir því að fá börn til þess að ganga til liðs við sig. Mörg þeirra eru í þjálfun til þess að verða njósnarar, hermenn, böðlar og jafnvel sjálfsmorðsprengjuárásarmenn. „Samtökin eyða miklum tíma í að innræta kennisetningar sínar í börnum með það að markmiði að ala upp hryðjuverkamenn framtíðarinnar. Þeir sem starfa við þetta telja að þessi börn verði betri og hreinræktaðari vígamenn vegna þess að þau alist upp við kennisetningar ISIS,“ segir í skýrslunni. Í skýrslunni kemur fram að ISIS ræni flestum börnum sem það setji í þjálfun hjá sér. Sameinuðu þjóðirnar í Írak telja að ISIS hafi rænt 800-900 börnum í Írak á undanförnum árum í þeim tilgangi að þjálfa þau til hernaðar.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Segja ISIS nota börn í hernaði sem aldrei fyrr Minnst 89 börn á aldrinum átta til átján ára létu lífið í bardaga fyrir Íslamska ríkið. 19. febrúar 2016 12:37 Stöðvuðu herbúninga sem flytja átti til Sýrlands Lögreglan á Spáni fann 20 þúsund búninga í felulitum meðal hjálpargagna sem smygla átti til ISIS og Nusra Front. 4. mars 2016 13:15 Hershöfðingi felldur í sjálfsmorðsárás ISIS Fjórir árásarmenn komust inn í höfuðstöðvar hersins í Írak og sprengdu sig í loft upp. 1. mars 2016 10:48 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09
Segja ISIS nota börn í hernaði sem aldrei fyrr Minnst 89 börn á aldrinum átta til átján ára létu lífið í bardaga fyrir Íslamska ríkið. 19. febrúar 2016 12:37
Stöðvuðu herbúninga sem flytja átti til Sýrlands Lögreglan á Spáni fann 20 þúsund búninga í felulitum meðal hjálpargagna sem smygla átti til ISIS og Nusra Front. 4. mars 2016 13:15
Hershöfðingi felldur í sjálfsmorðsárás ISIS Fjórir árásarmenn komust inn í höfuðstöðvar hersins í Írak og sprengdu sig í loft upp. 1. mars 2016 10:48