Mikil tækifæri í ævintýraferðamennsku Sæunn Gísladóttir skrifar 2. mars 2016 14:00 Þörf er á aukinni fjárfestingu í ævintýraferðamennsku á Íslandi að mati Cote-Valiquette. vísir/Vilhelm „Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
„Ævintýraferðamennska er ein örast vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar í heiminum í dag. Greinin óx um sextíu prósent milli áranna 2011 og 2012. Gríðarlegur tekjur fylgja greininni en ævintýraferðamenn eru að jafnaði betur menntaðir, með hærri tekjur, og eyða talsvert lengri tíma og meiri peningum á ferðalögum sínum en hefðbundnir ferðamenn,“ segir Gabriel Cote-Valiquette. Hann hélt erindi um málið á Iceland Tourism Invest ráðstefnunni í gær. Cote-Valiquette er frá Kanada, hann hefur unnið við ferðamennsku í áratug og er verkefnastjóri yfir námi í ævintýraleiðsögn, sem er námsbraut á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Í erindi sínu gerði hann grein fyrir stöðu ævintýraferðamennsku úti um allan heim og reynslu hans af henni bæði í Bresku Kólumbíu í Kanada og á Íslandi. „Eitt það erfiðasta við ævintýraferðamennsku er að skilgreina hana,“ segir Cote-Valiquette en hann skilgreinir hana sem það að uppfylla tvennt af þrennu, að fela í sér hreyfingu, samskipti við umhverfið eða menningarleg samskipti. Ævintýraferðamennska var metin á rúmlega 250 milljarða Bandaríkjadala árið 2014, jafnvirði rúmlega 32 þúsund milljarða íslenskra króna. Í Bresku Kólumbíu varð sannkölluð sprenging í ævintýraferðamennsku á tíunda áratug síðustu aldar. Starfsmenn greinarinnar lærðu heilmikið af þeirri reynslu og þurftu að skipuleggja sig betur, og meðal annars takmarka aðgengi ferðamanna að ýmsum stöðum. Í dag er greinin þó gríðarlega stór þar, 2.500 fyrirtæki starfa eingöngu í ævintýraferðamennsku í fylkinu, og mikið hefur verið lagt upp úr greininni. Velta af ævintýraferðamönnum nemur tuttugu prósentum af heildarveltu af ferðamönnum á svæðinu. „Ég held að gríðarleg tækifæri séu í greininni á Ísland. Hér er allt sem til þarf til að viðhalda ferðamennsku, meðal annars óspillt náttúra, og rík menning,“ segir Cote-Valiquette. Hann telur að ævintýraferðamennska samrýmist sýn hagsmunaaðila í ferðaþjónustu, að hámarka tekjur af ferðaþjónustu og á sama tíma að lágmarka umhverfisáhrif hennar. Hann bendir á að ferðamenn sem sæki í ævintýraferðir vilji að jafnaði vera umhverfisvænni en hefðbundnir ferðamenn. Að erindi Cote-Valiquette loknu hófust pallborðsumræður meðal frumkvöðla á sviði ævintýraferðamennsku hér á landi. Þar kom fram að Ísland er meðal topp fimm landa í ævintýraferðamennsku í heiminum og því sé mikið af tækifærum hér. Þátttakendur sögðu að fjárfestar væru í auknum mæli farnir að skoða þessi fyrirtæki en ekki bara hótel. Þeir voru sammála um að mikilvægt væri að dreifa þessum ferðamönnum vel, og hafa jafnvel takmarkanir við ákveðin svæði, en einnig að hafa í huga að ekki úi og grúi af þeim alls staðar. Þátttakendurnir voru einnig sammála um mikilvægi þess að herða leyfiskröfur til ferðaþjónustuaðila. Á endanum fullyrti Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, að svo virðist sem ævintýraferðamennska á Íslandi sé að ljúka sínum fyrsta fasa með frumkvöðlum, en núna sé hún að færast á næsta stig með fjárfestum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf