James Milner, leikmaður Liverpool, var kátur eftir jafnteflið á Old Trafford í kvöld en lærisveinar Jürgen Klopp eru komnir áfram í átta liða úrslitin.
Manchester United komst yfir með marki Anthony Martial í kvöld en Phillippe Coutinho jafnaði metin og gerði út um drauma United-liðsins með frábæru marki fyrir lok fyrri hálfleiks.
„Coutinho er frábær leikmaður og á bara eftir að verða betri. Stundum þarf maður svona töfra,“ sagði Milner eftir leikinn í kvöld.
United fékk færi til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik en þau voru af skornum skammti í þeim síðari.
„Bæði lið fengu færi. Við spiluðum ekki eins vel og við gerðum í fyrri leiknum en við gerðum nóg til að komast áfram. Markvörðurinn þeirra varði stundum mjög vel,“ sagði James Milner.
Markið hans Coutinho má sjá í spilaranum hér að ofan.
Milner: Maður þarf stundum svona töfra eins og hjá Coutinho
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið




„Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“
Körfubolti



Hollywood-liðið komið upp í B-deild
Fótbolti

„Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“
Íslenski boltinn


Ármann í úrslit um sæti í efstu deild
Körfubolti