Lýsti kröfum upp á hálfan milljarð í bú föllnu bankanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2016 13:38 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, á félagið Wintris Inc. sem skráð er á Bresku Jómfrúareyjum. vísir/Valli Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það. Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Félagið Wintris Inc. sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, lýsti um 500 milljóna króna kröfum í slitabú föllnu bankanna. Um að ræða tvær kröfur upp á tæpar 174 milljónir króna í slitabú Landsbankans og þrjár kröfur í slitabú Kaupþings. Þær kröfur hljóða upp á 43.195.450 krónur, 43.456.402 krónur og 134.134.079. Kröfurnar þrjár í slitabú Kaupþings nema því rúmlega 220 milljónum króna. Þá er félagið jafnframt með kröfu í slitabú Glitnis upp á eina milljón svissneskra franka en sé miðað við gengi gjaldmiðla daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008, nemur krafan 100 milljónum íslenskra króna. Ekki liggur fyrir hversu mikið, ef eitthvað, fékkst greitt upp í kröfur félagsins en Vísir hefur óskað eftir upplýsingum varðandi það. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Félagið heldur utan um fjölskylduarf hennar en Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi, sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfur Önnu er þaðan kominn. Félagið er skráð á Bresku Jómfrúareyjunum en er í fjárstýringu hjá útibúi Credit Suisse í Bretlandi samkvæmt upplýsingum frá Jóhannes Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka.Uppfært klukkan 14.20: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að kröfur Wintris hafi hljóðað upp á 400 milljónir króna. Þá lágu ekki fyrir upplýsingar um kröfur í slitabú Glitnis en fréttin hefur nú verið uppfærð í samræmi við upplýsingar sem bárust um það.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06 Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Félag eiginkonu forsætisráðherra skráð á Bresku jómfrúareyjunum Félagið var stofnað í ársbyrjun 2008 til að halda utan um fjölskylduarf hennar. 16. mars 2016 12:06
Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Eiginkona Sigmundar Davíðs opnar sig um fjármálin til að bregðast við umræðu. 15. mars 2016 22:48