Skoðun

Lindu Pétursdóttur á Bessastaði

María Albertsdóttir skrifar
Er það spurðist út, að Linda Pétursdóttir væri, að hugsa um, að bjóða sig fram í næstu forsetakosningum gladdist ég.

 

Hún minnir mig um margt á frú Vigdísi Finnbogadóttir, sem var í miklu dálæti hjá mér og er ennþá.

 

Ég, eins og fyrri pistlahöfundar, sem hafa hvatt Lindu til, að gefa kost á sér geri að sjálfsögðu slíkt hið saman og tek undir orð þeirra.

 

Linda er falleg og góð kona með gott hjartalag og búin, að vera áberandi dugleg og vinnusöm í lífinu, en ég hef fylgst ágætlega vel með henni frá því hún var kjörin ungfrú heimur.

 

Gangi þér vel kæra Linda ef þú ákveður að bjóða þig fram í forsetakosningunum í sumar.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×