Saga NBA-leikmanns á leið á hvíta tjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2016 11:00 Wahlberg ætlar að framleiða mynd um líf Butlers. vísir/getty Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13. NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Stórleikarinn Mark Wahlberg er með kvikmynd um leikmann í NBA-deildinni í körfubolta á teikniborðinu. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Caron Butler og leikur með Sacramento Kings. Butler er langt frá því að vera stærsta nafnið í bransanum en saga hans er áhugaverð. Butler, sem er nýorðinn 36 ára, gaf út ævisögu sína í fyrra, Tuff Juice: My Journey from the Streets to the NBA, og hún vakti athygli Wahlberg. Í bókinni segir Butler frá erfiðum uppvexti í borginni Racine í Wisconsin. Ellefu ára gamall var Butler farinn að selja eiturlyf og hann var handtekinn 15 sinnum áður en varð 15 ára. Butler náði þó að koma lífi sínu á réttan kjöl, sló í gegn með Connecticut háskólanum og var svo valinn af Miami Heat í nýliðavalinu í NBA árið 2002. Butler hefur komið víða við á ferli sínum í NBA en lengst af lék hann með Washington Wizards (2005-10). Hann varð NBA-meistari með Dallas Mavericks 2011 og var tvívegis valinn til að spila í Stjörnuleiknum. „Ég vildi segja mína sögu því ég er lifandi dæmi þess að það er hægt að yfirstíga erfiðleika og öðlast nýtt og betra líf. Bókin fékk mikla athygli og þegar maður á borð við Mark Wahlberg segir að sagan þín gæti verið á leið á hvíta tjaldið leggurðu við hlustir,“ sagði Butler í yfirlýsingu. Ekki liggur fyrir hver mun leika Butler í myndinni sem Wahlberg ætlar að framleiða. Leikarinn góðkunni er mikill körfuboltaáhugamaður en hann kynntist Butler þegar sá síðarnefndi lék með Los Angeles Clippers á árunum 2011-13.
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira