NBA: Curry með 27 stig og sigur á 28 ára afmælisdaginn sinn | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í Oracle Arena í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu, Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers án síns stigahæsta manns og Dallas Mavericks endaði sjö leikja sigurgöngu Charlotte Hornets.Stephen Curry skoraði 27 stig í 125-107 sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans en þetta var sextugasti sigur liðsins á tímabilinu og 49. heimasigurinn í röð. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Curry hélt einmitt upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Klay Thompson skoraði 18 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 14 stig og 12 fráköst. Liðið hefur nú unnið 31 heimaleik á þessu tímabili, 60 af 66 leikjum og er einum sigurleik á undan Chicago Bulls sem setti met með því að vinna 72 leiki á 1995-96 tímabilinu. Anthony Davis var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Pelicans-liðið.Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 128-94 heimasigur á Portland Trail Blazers. Westbrook endaði leikinn með 17 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst en hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum. Enes Kanter skoraði 26 stig fyrir OKC, Kevin Durant var með 20 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland sem hefur nú tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Chandler Parsons (24 stig og 9 fráköst) og Dirk Nowitzki (23 stig og 11 fráköst) fóru fyrir liði Dallas Mavericks í 107-96 útisigri á Charlotte Hornets en Dallas var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Dallas endaði líka sigurgöngu Hornets-liðsins sem var búið að vinna sjö leiki í röð. Kemba Walker var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Charlotte og Nicolas Batum skoraði 20 stig. Dallas-liðið vann fyrri hálfleikinn 52-33 og hitti svo úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhlutanum.Doug McDermott skoraði 29 stig fyrir Chicago Bulls í 109-107 sigri á Toronto Raptors en Chicago vann því alla fjóra leiki sína á móti Toronto á tímabilinu. E'Twaun Moore og Nikola Mirotic skoruðu báðir 17 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 13 stig í fyrsta leik sínum eftir þriggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla. Kyle Lowry var með 33 stig og 11 fráköst fyrir Toronto sem fékk einnig 27 stig frá DeMar DeRozan.Nýliðinn Justise Winslow skoraði 20 stig og Dwyane Wade var með 19 stig þegar Miami Heat vann 124-119 sigur á Denver Nuggets. Joe Johnson var með 18 stig og miðherjinn Hassan Whiteside bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Kenneth Faried nýtti öll 11 skotin sín og endaði með 24 stig og 11 fráköst hjá Denver og nýliðinn Emmanuel Mudiay bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum.Rodney Hood var með 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið vann 94-85 sigur á Cleveland Cavaliers en Utah Jazz lék þarna án síns stigahæsta leikmanns, Gordon Hayward. Utah er í harði baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Cleveland er enn á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James var með 23 stig og 12 fráköst fyrir Cleveland og Kyrie Irving skoraði 15 stig.Úrslitin í öllum NBA-leikjunum í nótt: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 96-107 Miami Heat - Denver Nuggets 124-119 Toronto Raptors - Chicago Bulls 107-109 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 130-81 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 128-94 Washington Wizards - Detroit Pistons 124-81 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-104 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125-107 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 94-85 NBA Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í Oracle Arena í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu, Utah Jazz vann Cleveland Cavaliers án síns stigahæsta manns og Dallas Mavericks endaði sjö leikja sigurgöngu Charlotte Hornets.Stephen Curry skoraði 27 stig í 125-107 sigri Golden State Warriors á New Orleans Pelicans en þetta var sextugasti sigur liðsins á tímabilinu og 49. heimasigurinn í röð. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Curry hélt einmitt upp á 28 ára afmælið sitt í gær. Klay Thompson skoraði 18 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 14 stig og 12 fráköst. Liðið hefur nú unnið 31 heimaleik á þessu tímabili, 60 af 66 leikjum og er einum sigurleik á undan Chicago Bulls sem setti met með því að vinna 72 leiki á 1995-96 tímabilinu. Anthony Davis var með 22 stig og 11 fráköst fyrir Pelicans-liðið.Russell Westbrook var með tólftu þrennu sína á tímabilinu þegar Oklahoma City Thunder vann 128-94 heimasigur á Portland Trail Blazers. Westbrook endaði leikinn með 17 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst en hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum. Enes Kanter skoraði 26 stig fyrir OKC, Kevin Durant var með 20 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum. Damian Lillard skoraði 21 stig fyrir Portland sem hefur nú tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Chandler Parsons (24 stig og 9 fráköst) og Dirk Nowitzki (23 stig og 11 fráköst) fóru fyrir liði Dallas Mavericks í 107-96 útisigri á Charlotte Hornets en Dallas var búið að tapa fimm leikjum í röð fyrir leikinn. Dallas endaði líka sigurgöngu Hornets-liðsins sem var búið að vinna sjö leiki í röð. Kemba Walker var með 25 stig og 9 stoðsendingar hjá Charlotte og Nicolas Batum skoraði 20 stig. Dallas-liðið vann fyrri hálfleikinn 52-33 og hitti svo úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fjórða leikhlutanum.Doug McDermott skoraði 29 stig fyrir Chicago Bulls í 109-107 sigri á Toronto Raptors en Chicago vann því alla fjóra leiki sína á móti Toronto á tímabilinu. E'Twaun Moore og Nikola Mirotic skoruðu báðir 17 stig fyrir Chicago og Jimmy Butler skoraði 13 stig í fyrsta leik sínum eftir þriggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla. Kyle Lowry var með 33 stig og 11 fráköst fyrir Toronto sem fékk einnig 27 stig frá DeMar DeRozan.Nýliðinn Justise Winslow skoraði 20 stig og Dwyane Wade var með 19 stig þegar Miami Heat vann 124-119 sigur á Denver Nuggets. Joe Johnson var með 18 stig og miðherjinn Hassan Whiteside bætti við 18 stigum og 10 fráköstum. Kenneth Faried nýtti öll 11 skotin sín og endaði með 24 stig og 11 fráköst hjá Denver og nýliðinn Emmanuel Mudiay bætti við 23 stigum og 10 stoðsendingum.Rodney Hood var með 28 stig fyrir Utah Jazz þegar liðið vann 94-85 sigur á Cleveland Cavaliers en Utah Jazz lék þarna án síns stigahæsta leikmanns, Gordon Hayward. Utah er í harði baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar en Cleveland er enn á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James var með 23 stig og 12 fráköst fyrir Cleveland og Kyrie Irving skoraði 15 stig.Úrslitin í öllum NBA-leikjunum í nótt: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 96-107 Miami Heat - Denver Nuggets 124-119 Toronto Raptors - Chicago Bulls 107-109 Houston Rockets - Memphis Grizzlies 130-81 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 128-94 Washington Wizards - Detroit Pistons 124-81 Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 107-104 Golden State Warriors - New Orleans Pelicans 125-107 Utah Jazz - Cleveland Cavaliers 94-85
NBA Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sjá meira