Luis Suarez má loksins spila aftur með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 13:15 Luis Suarez sekúndum eftir bitið afdrifaríka. Vísir/Getty Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Luis Suarez hefur verið óstöðvandi með Barcelona-liðinu á þessu tímabili en Úrúgvæmaðurinn er þegar kominn með 46 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum og enn er fullt af leikjum eftir. Framundan eru hinsvegar langþráðir landsleikir hjá kappanum og hann viðurkennir það fúslega að hann þurfi að passa upp á spennustigið og taugarnar nú þegar hann spilar sína fyrstu mótsleiki með Úrúgvæ frá HM í Brasilíu 2014. Luis Suarez beit Ítalann Giorgio Chiellini í frægum leik Úrúgvæ og Ítalíu á HM í Brasilíu í júní 2014 og FIFA dæmdi hann í fjögurra mánaða knattspyrnubann. Þar með var ekki öll sagan sögð því Suarez var einnig dæmdur í níu landsleikja bann frá mótsleikjum. Suarez hefur því ekki spilað með landsliði Úrúgvæ í 641 dag. Á þeim tíma hefur hann misst af tapleik á móti Kólumbíu í lokaleik liðsins á HM 2014, hann missti af allri Ameríkukeppninni síðasta sumar og var heldur ekki með í fjórum fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2018. Suarez mátti spila alla vináttulandsleiki á þessum tíma og Úrúgvæ gat því ekki skipulagt fjölda vináttulandsleikja til þess að éta upp bannið hans. Úrúgvæ er í öðru sæti á eftir Ekvador í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM 2018 en fyrsti leikur Suarez eftir bannið verður á móti Brasilíu á föstudaginn. Suarez missti af fyrstu mánuðunum sem leikmaður Barcelona en Liverpool seldi hann til Spánar eftir að hann var dæmdur í bannið en féll strax vel inn í leik liðsins þegar hann kom til baka. Barcelona vann þrennuna á hans fyrstu leiktíð og getur endurtekið leikinn á leiktíð númer tvö. „Það getur enginn breytt því hvernig ég spila. Ég verð áfram með sama hugarfar, ég mun áfram hlaupa, pressa boltann og rífast inn á vellinum alveg eins og ég geri hjá Barcelona," sagði Luis Suarez við BBC. „Ég er samt að reyna að taka gáfulegri ákvarðanir og nýta mér betur þær aðstæður sem lífið færir mér. Ég hef líka unnið í því síðustu vikur að stjórna betur kvíðanum og stilla betur taugarnar," sagði Suarez. Luis Suarez hefur skorað 44 mörk í 82 landsleikjum fyrir Úrúgvæ en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með átta mörkum meira en Diego Forlán.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30 Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08 Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Herferð gegn Suarez á Englandi Luis Enrique er ekki sáttur með hvernig fjallar er um Suarez á Englandi. 28. febrúar 2015 11:30
Íslendingur vann tæpar 160 þúsund krónur á biti Suarez Lagði allt á fyndið veðmál sem var með hæsta stuðulinn. 25. júní 2014 11:08
Beittir og bitlausir fimmaurabrandarar um Suarez Óhætt er að segja að samskiptamiðillinn Twitter hafi logað í kjölfar þess að Luis Suarez beit Branislav Ivanovic í viðureign Liverpool og Chelsea í dag. 21. apríl 2013 23:00