Chelsea tók heilmikið frá mér og öllu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 06:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er í risastóru hlutverki hjá toppliði Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta. Hér er hún í leik gegn Snæfelli í vetur. Fréttablaðið/Stefán Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira