Sagan ekki með Haukakonum í kvöld: Aðeins átta prósent liðanna hafa komist í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2016 15:30 Helena Sverrisdóttir og félagar í Haukum hafa söguna ekki með sér í kvöld. Vísir/Anton Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
Deildarmeistarar Hauka spila fyrir lífi sínu annan leikinn í röð í kvöld þegar Haukakonur heimsækja Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Leikurinn fer fram í Mustad-höllinni í Grindavík, hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Grindavík komst í 2-0 í einvíginu þar sem þarf að vinna þrjá leiki til að komast í lokaúrslitin en Haukarnir minnkuðu muninn með 72-45 sigri í síðasta leik á Ásvöllum. Grindavíkurkonur komast í lokaúrslitin á móti Snæfelli með sigri í kvöld en Haukaliðið væri þá komið í sumarfrí. Það yrði mikið áfall fyrir Haukaliðið að komast hvorki í bikarúrslitin né úrslit Íslandsmótsins á tímabili þar sem margir bjuggust við tvöföldum sigri Hafnarfjarðarliðsins. Vinni Haukarnir leikinn í kvöld þá tryggja þær sér oddaleik á heimavelli á mánudaginn kemur.Sagan er hinsvegar ekki með Haukakonum. Í 23 ára sögu úrslitkeppni kvenna frá 1993 hafa lið 24 sinnum komist í 2-0 í einvígum þar sem þarf þrjá sigra til að komast áfram eða vinna titilinn. Aðeins tvö lið af þessum 24 hafa komist í oddaleik úr stöðunni 2-0 og aðeins eitt lið, KR-liðið frá 2002, hefur unnið einvígi eftir að hafa lent 2-0 undir. KR-konur afrekuðu þetta í lokaúrslitunum á móti ÍS vorið 2002 en hitt lið sem komst í oddaleik var lið Grindvíkinga í undanúrslitaeinvígi á móti KR vorið 2008. KR vann þá oddaleikinn 83-69. KR-konur töpuðu tveimur fyrstu leikjunum í framlengingu á móti Stúdínum í lokaúrslitunum 2002 en unnu þrjá síðustu leikina með 3, 13 og 4 stigum. Tveir af leikjunum fóru fram á heimavelli ÍS-liðsins. Haukakonur náðu að tryggja sér fjórða leikinn og komust í hóp sex liða sem hafa náð því eftir að hafa lent 2-0 undir. Það þýðir að 19 af 25 liðum hafa ekki átt neitt svar og hafa tapað þriðja leiknum í röð. Haukaliðið er því þegar komið í fámennan hóp með sigri sínum í þriðja leiknum og nú er að sjá hvort þær hafi meðbyr úr þeim leik eða hvort að Grindavíkurkonur rifji upp takta sína í leikjum eitt og tvö.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45 Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar Sjá meira
Frá Havaí í HR og svo til hjálpar Haukum Shanna Dacanay var ásinn uppi í erminni hjá Haukakonum í erfiðri stöðu á móti Grindavík í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta. Hún er frá Honolúlú, í námi í HR og spilar nú dýrmætar mínútur í úrslitakeppninni m 8. apríl 2016 06:00
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Grindavík 58-61 | Grindavík skellti deildarmeisturunum Grindavík kom öllum á óvart og náði að stela heimavallarréttinum af Haukum með 61-58 sigri á útivelli í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Dominos-deild kvenna í kvöld. 30. mars 2016 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Valur 77-71 | Tvíframlengt í Hólminum Snæfell tryggði sér í kvöld sæti í úrslitarimmu Dominos-deildar kvenna eftir dramatískan sigur á Val í Fjárhúsinu í Hólminum. 5. apríl 2016 21:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 72-45 | Haukar völtuðu yfir Grindavík Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi liðsins gegn Grindavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld með sigri á heimavelli, 72-45. 5. apríl 2016 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 85-71 | Grindavík komið í 2-0 Grindavík er komið í 2-0 í einvíginu gegn deildarmeisturum Haukum í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann Hauka í Röstinni, 85-71, annan leikinn í röð. Hreint ótrúleg staða. 2. apríl 2016 19:30