Hvað mega frambjóðendur vera margir? Þóranna Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2016 11:15 Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar göngum til forsetakosninga þann 25. júní, eftir tvo og hálfan mánuð. Þegar þetta er skrifað hafa 13 einstaklingar lýst yfir áhuga á embættinu. Þrettán! það eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Er þetta ekki aðeins of mikið? segja sumir, „sirkus“ segja aðrir, eigum við ekki að leggja embættið niður? Hvar endar þetta eiginlega? En hvað er æskilegt að forsetaframbjóðendur séu margir? Er það í eðli sínu slæmt að þeir séu margir? Ég er þeirrar skoðunar að það sé frekar jákvætt að svona margir hafi stigið fram, og vonandi verða nokkrir fleiri búnir að lýsa yfir áhuga áður en framboðsfresti lýkur. Samfélagið okkar er að breytast og ég held að þessi mikli fjöldi sé að einhverju leyti tákn um tíðarandann. Það er auðveldara en nokkru sinni fyrr að hafa rödd í samfélaginu og aðgengi að augum og eyrum fólks án þess að það kosti háar fjárhæðir, það hafa samfélagsmiðlar gert kleift. Það er á einni nóttu hægt að fá hundruð eða þúsundir fylgismanna við hugmyndir eða jafnvel byltingar sem enginn átti von á, né hefðu orðið að veruleika fyrir aðeins örfáum árum. Það er fagnaðarefni að fólk vilji láta til sín taka, vilji hafa áhrif, vilji skipta máli, og sé ekki feimið við að stíga fram, það væri verra ef hlutirnir væru á hinn veginn og enginn gæfi kost á sér, enginn þætti nógu góður, eða að fólk væri of hrætt við sleggjudóma götunnar (lesist samfélagsmiðla). Það má vel vera að það verði meiri vinna fyrir okkur kjósendur að kynna okkur hvað frambjóðendur hafa fram að færa, en aðgengi að upplýsingum er nægt og okkur er ekki vorkunn. Það má vel vera að einhverjir frambjóðendur geri sér ekki grein fyrir hversu mikinn eða lítinn stuðnings þeir geti vænst í raun (sbr. Guðni Th. Jóhannesson í Fréttatímanum þann 24. mars sl.), en það ættu úrslit kosninga að skera úr um. Það má vel vera að reglur um forsetakosningar séu orðnar úreltar og að breyta þurfi fyrirkomulaginu, þá þarf að ráðast í það mál. En þangað til skulum við leggja okkur fram um að tala af virðingu um fólkið sem gefið hefur kost á sér, það að margir gefi kost á sér getur engan veginn talist embættinu til minnkunar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun