Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 20:07 Freydís Halla Einarsdóttir Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Sjá meira