Segir framboð Ólafs Ragnars ekki það sem mótmælendur voru að kalla eftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 14:16 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, talaði um mótmælin undanfarið í yfirlýsingu VÍSIR Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem er einn af þeim grasrótarsamtökum sem staðið hafa fyrir mótmælum á Austurvelli undanfarið, segir að það hafi ekki verið ein af kröfum mótmælenda að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, myndi gefa kost á sér áfram í það embætti. „Okkur finnst það kannski pínu miður að hann noti mótmælin sem eina af ástæðum þess að hann bjóði sig aftur fram. Það er ekki alveg það sem við höfðum búist við enda er það ekki í takt við það sem mótmælin snerust um. Mótmælin voru viðbrögð við Panama-skjölunum og því sem ríkisstjórnin hefur gert og ekki gert. Það er því vissulega einkennilegt að hann skuli hafa tengt mótmælin svona mikið við þessa ákvörðun sína,“ segir Sara í samtali við Vísi.Ræddu ekki framboð á fundi með forsetanum Jæja-hópurinn fundaði með Ólafi Ragnari þann 7. apríl síðastliðinn, sama dag og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar var mynduð. Þremur dögum áður höfðu einhver fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar farið fram á Austurvelli þar sem þess var krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segði af sér sem forsætisráðherra og að þingkosningar yrðu strax. Aðspurð hvort eitthvað hafi verið rætt um forsetaframboð Ólafs Ragnars á þeim fundi segir Sara: „Nei, við vorum bara að gera grein fyrir ástæðum þess að við höfðum skipulagt mótmælin. Það var aldrei á neinum tímapunkti rætt um forsetaframboð að mig minnir.“Ætla að halda áfram að mótmæla Þrátt fyrir að Jæja-hópurinn sé kannski ekki alls kostar sáttur við að Ólafur Ragnar hafi ítrekað vísað í mótmælin í yfirlýsingu sinni í gær leggur Sara engu að síður áherslu á að hópurinn taki enga afstöðu til framboðs Ólafs Ragnars enda sé hverjum þeim sem uppfyllir skilyrði til forsetaframboðs frjálst að bjóða sig fram.En hvernig er staðan á mótmælunum þessa dagana? Munu þið halda áfram að mótmæla? „Já, við munum gera það. Við treystum því ekki að kosningar verði í haust fyrr en það er komin dagsetning á kjördag. Kröfunum hefur ekki verið mætt og á meðan ástandið er eins og það er þá höldum við mótmælunum áfram,“ segir Sara.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22 Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00 Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Telur vitjunartíma sinn ekki kominn Eftir tuttugu ár í embætti segist Ólafur Ragnar Grímsson enn hafa gott samband við Íslendinga. 18. apríl 2016 20:22
Skora á Ólaf Ragnar að hætta við að bjóða sig fram 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að hætta við að bjóða sig fram til forseta í sjötta sinn. 19. apríl 2016 12:00
Tækifæri til þess að endurskilgreina Ólaf Ragnar Síðan í gær hafa margir viðrað skoðanir sínar gegn endurkjöri forseta Íslands á samfélagsmiðlum undir merkingunni "#nólafur“. Andrés Jónsson telur mótframbjóðendur hans verða að nýta netið betur. 19. apríl 2016 11:56