ÍSÍ, Styrmir og Samtökin '78 berjast saman gegn fordómum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 12:30 Mynd/GayIceland.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér. Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira