Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 07:30 Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn. NBA Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. Kobe Bryant þurfti vissulega að spila í 42 mínútur og taka 50 skot í leiknum en hann ætlaði sér að enda á alvöru Kobe frammistöðu og sigri eftir alla þessa tapleiki á tímabilinu. Hann hefur aldrei tekið fleiri skot í einum leik ekki einu sinni þegar hann skoraði 81 stig fyrir tíu árum. Sigrarnir voru aðeins 17 hjá Lakers en Svarta mamban neitaði hreinlega að enda á tapi. Hann fór fyrir endurkomu Lakers sem lenti fimmtán stigum undir í leiknum. Síðustu sekúndurnar voru líka magnaðar enda skoraði Kobe þrist þegar 59 sekúndur voru eftir og önnur þriggja stiga karfa hans 31 sekúndum fyrir leikslok kom Lakers yfir í 97-96. Hann náði síðan sextugasta stiginu með því nýta tvö víti fjórtán sekúndum fyrir leikslok. Bryant endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Jordan Clarkson áður en hann yfirgaf völlinn í síðasta sinn 4,1 sekúndum fyrir leikslok. Allir í Staples Center höfðu staðið á fætur fyrir lokakaflann og það var vissulega Kobe-legt að skora átta stig á síðustu 55 sekúndum sínum í NBA hvað þá að ná 60 stigum í síðasta leiknum.Þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Kobe nær að skora fimmtíu stig í leik og lokaleikurinn komst upp í fimmta sætið yfir stigahæstu leiki hans á ferlinum. Kobe sem er að verða 38 ára á árinu varð ennfremur elsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora yfir 50 stig í einum leik. Wilt Chamberlain var áður sá elsti til að skora 60 stig í NBA og hann var meira en fimm árum yngri en Kobe sem var 37 ára og 234 daga í lokaleiknum sínum. Kobe nýtti alls 22 af 50 skotum sínum í leiknum þar af 6 af 21 þriggja stiga skoti. Hann var einnig með 4 fráköst og 4 stoðsendingar.Kobe skoraði 48 stigum meira en næststigahæsti leikmaður Lakers-liðsins sem var Jordan Clarkson með 12 stig. Það var boðið upp á mikla sýningu í nótt þegar Kobe Bryant sagði bless og má sjá myndbönd frá þessu sögulega kvöldi hér í fréttinni þar á meðal hvað nokkrar af mestu goðsögnum NBA-deildarinnar sögðu um hann í myndbandi sem var sýnt fyrir leikinn.
NBA Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira