NBA: Yngri bróðir Steph Curry með flottan leik í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2016 07:15 Cleveland Cavaliers er besta lið Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en þetta var endanlega ljóst eftir sigur liðsins á Atlanta Hawks í nótt. Houston Rockets er í betri stöðu en Utah Jazz eftir leiki næturinnar, Russell Westbrook var með þrennu í síðasta útileik Kobe Bryant á ferlinum og bróðir Stephen Curry átti stórleik.LeBron James skoraði 34 stig í þremur leikhlutum þegar Cleveland Cavaliers vann 109-94 sigur á Atlanta Hawks sem gulltryggði liðinu efsta sætið í Austudeildinni. James skoraði 19 stig í þriðja leikhlutanum en hann var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar og virðist vera kominn í úrslitakeppnisgírinn sinn. Kyrie Irving tók yfir leikinn þegar James hvíldi sig í fjórða leikhlutanum og varð á endanum stigahæstur hjá Cleveland með 35 stig.Seth Curry, yngri bróðir Stephen Curry, var frábær þegar lið hans Sacaramento Kings vann 105-101 sigur á Phoenix Suns. Seth Curry skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar í leiknum. Hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Rajon Rondo sem var hvíldur eins og þeir DeMarcus Cousins og Darren Collison. Seth Curry hafði mest áður gefið 5 stoðsendingar í einum leik.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 19 stig þegar Houston Rockets vann 129-105 útisigur á Minnesota Timberwolves. Houston komst upp fyrir Utah Jazz með þessum sigri og leikmenn liðsins þurfa nú bara að treysta á sjálfa sig í lokaleiknum. Kevin Durant var með 34 stig og Russell Westbrook bætti við þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 112-79 sigur á Los Angeles Lakers í síðasta útileik Kobe Bryant á NBA-ferlinum. Bryant skorað 13 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði ekki stig eftir það. Russell Westbrook var með 13 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en þetta var átjánda þrennan hans á tímabilinu.Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas Mavericks tryggði sér sjöunda sætið í Vesturdeildinni með 101-92 útisigri á Utah Jazz. Tapið þýðir að Utah nægir ekki að vinna lokaleik sinn heldur þarf nú einnig að treysta á það að Houston tapi til þess að Utah nái áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina.Jeremy Lin skoraði 19 af 25 stigum sínum í öðrum leikhlutanum þegar Charlotte Hornets vann 114-100 sigur á Boston Celtics. Kemba Walker skoraði 18 stig fyrir Charlotte og þeir Al Jefferson og Marvin Williams voru báðir með 16 stig. Isaiah Thomas og Avery Bradley voru stigahæstir hjá Boston með 17 stig hvor.Jimmy Butler skoraði 12 af 23 stigum sínum á síðustu sex mínútum leiksins þegar Chicago Bulls vann 121-116 sigur á New Orleans Pelicans. James Ennis skoraði 29 stig fyrir lið New Orleans sem hefur verið án fimm stigahæstu leikmanna liðsins undanfarnar tvær vikur. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 109-94 Orlando Magic - Milwaukee Bucks 107-98 Boston Celtics - Charlotte Hornets 100-114 Brooklyn Nets - Washington Wizards 111-120 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 105-129 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 116-121 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 112-79 Utah Jazz - Dallas Mavericks 92-101 Phoenix Suns - Sacramento Kings 101-105Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira
Cleveland Cavaliers er besta lið Austudeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en þetta var endanlega ljóst eftir sigur liðsins á Atlanta Hawks í nótt. Houston Rockets er í betri stöðu en Utah Jazz eftir leiki næturinnar, Russell Westbrook var með þrennu í síðasta útileik Kobe Bryant á ferlinum og bróðir Stephen Curry átti stórleik.LeBron James skoraði 34 stig í þremur leikhlutum þegar Cleveland Cavaliers vann 109-94 sigur á Atlanta Hawks sem gulltryggði liðinu efsta sætið í Austudeildinni. James skoraði 19 stig í þriðja leikhlutanum en hann var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar og virðist vera kominn í úrslitakeppnisgírinn sinn. Kyrie Irving tók yfir leikinn þegar James hvíldi sig í fjórða leikhlutanum og varð á endanum stigahæstur hjá Cleveland með 35 stig.Seth Curry, yngri bróðir Stephen Curry, var frábær þegar lið hans Sacaramento Kings vann 105-101 sigur á Phoenix Suns. Seth Curry skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar í leiknum. Hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Rajon Rondo sem var hvíldur eins og þeir DeMarcus Cousins og Darren Collison. Seth Curry hafði mest áður gefið 5 stoðsendingar í einum leik.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 19 stig þegar Houston Rockets vann 129-105 útisigur á Minnesota Timberwolves. Houston komst upp fyrir Utah Jazz með þessum sigri og leikmenn liðsins þurfa nú bara að treysta á sjálfa sig í lokaleiknum. Kevin Durant var með 34 stig og Russell Westbrook bætti við þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 112-79 sigur á Los Angeles Lakers í síðasta útileik Kobe Bryant á NBA-ferlinum. Bryant skorað 13 stig í fyrsta leikhlutanum en skoraði ekki stig eftir það. Russell Westbrook var með 13 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en þetta var átjánda þrennan hans á tímabilinu.Dirk Nowitzki skoraði 22 stig fyrir Dallas Mavericks tryggði sér sjöunda sætið í Vesturdeildinni með 101-92 útisigri á Utah Jazz. Tapið þýðir að Utah nægir ekki að vinna lokaleik sinn heldur þarf nú einnig að treysta á það að Houston tapi til þess að Utah nái áttunda og síðasta sætinu í úrslitakeppnina.Jeremy Lin skoraði 19 af 25 stigum sínum í öðrum leikhlutanum þegar Charlotte Hornets vann 114-100 sigur á Boston Celtics. Kemba Walker skoraði 18 stig fyrir Charlotte og þeir Al Jefferson og Marvin Williams voru báðir með 16 stig. Isaiah Thomas og Avery Bradley voru stigahæstir hjá Boston með 17 stig hvor.Jimmy Butler skoraði 12 af 23 stigum sínum á síðustu sex mínútum leiksins þegar Chicago Bulls vann 121-116 sigur á New Orleans Pelicans. James Ennis skoraði 29 stig fyrir lið New Orleans sem hefur verið án fimm stigahæstu leikmanna liðsins undanfarnar tvær vikur. Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Cleveland Cavaliers - Atlanta Hawks 109-94 Orlando Magic - Milwaukee Bucks 107-98 Boston Celtics - Charlotte Hornets 100-114 Brooklyn Nets - Washington Wizards 111-120 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 105-129 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 116-121 Oklahoma City Thunder - Los Angeles Lakers 112-79 Utah Jazz - Dallas Mavericks 92-101 Phoenix Suns - Sacramento Kings 101-105Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Sjá meira