Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 23:09 Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. Vísir/Getty Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum. Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira