Nowitzki ætlar ekki að leggja skóna á hilluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:00 Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar í Dallas Mavericks eru komnir í sumarfrí eftir 4-1 tap á móti Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Dirk Nowitzki var að klára sitt átjánda tímabil og mun halda upp á 38 ára afmæli sitt í júní. Það er enginn uppgjafartónn í þýsku goðsögninni þrátt fyrir dapurt gengi síðustu ár. Nowitzki lofaði því næstum því að spila áfram með Dallas Mavericks á næsta tímabili og hann er jafnvel að íhuga að hætta við að hætta að spila með þýska landsliðinu. „Mér leið mjög vel í ár og mér líður eins og ég geti enn hjálpað mínu liði," sagði Dirk Nowitzki á síðasta blaðamannafundi tímabilsins. Dallas Mavericks vann bara einn leik í úrslitakeppninni í ár þegar liðið jafnaði metin í 1-1. Liðið tapaði í framhaldinu tveimur heimaleikjum og datt síðan út í fimmta leiknum sem fór fram á heimavelli Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki varð NBA-meistari með Dallas Mavericks árið 2011 en síðan hefur liðið ekki unnið eina seríu í úrslitakeppninni. Nowitzki á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum en hann ræður því algjörlega sjálfur hvort að hann spilar áfram með Dallas Mavericks. „Einu kringumstæðurnar sem fengju mig til að fara frá Dallas ef Dallas færi í það að byggja upp nýtt lið og taka upp á því að mæta með fimm nýliða á næsta tímabili. Á meðan við ætlum okkur að keppa um titilinn þá verð ég áfram Mavs-leikmaður," sagði Nowitzki. Ólga innan evrópska körfuboltans gæti opnað leið fyrir þýska landsliðið inn á Ólympíuleikana í Ríó og það var að heyra á Dirk Nowitzki að fari svo þá væri hann áhugasamur um að spila aftur með landsliðinu. Hann spilaði sinn síðasta landsleik á síðasta Evrópumóti en á þeirri stundu áttu Þjóðverjar ekki möguleika á Ólympíusæti. Það gæti breyst verði margar af stóru körfuboltaþjóðum Evrópu útilokaðar frá þátttöku á Ólympíuleikunum þar sem að félagslið þeirra neita að hætta að spila í Evrópukeppninni sem er ekki undir stjórn evrópska körfuboltasambandsins, FIBA Europe.Dirk Nowitzki og Kevin Durant eftir leikinn.Vísir/Getty
NBA Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti