Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Snæfell 59-67 | Snæfell meistari þriðja árið í röð Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 26. apríl 2016 22:00 Íslandsmeistarar Snæfells. vísir/ernir Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 67-59, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Það var rafmögnuð stemning í húsinu þegar leikurinn hófst og mætingin alveg hreint frábær. Leikmenn liðanna voru greinilega mjög stressaðir en eftir um þriggja mínútna leik var staðan 1-0 fyrir Snæfell og hvert skotið á fætur öðru farið forgörðum. Stuttu eftir það fóru skotin að detta og jafnt var á öllum tölum næstu mínútur. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 18-15 fyrir Snæfell og Haiden Denise Palmer með tíu stig í liði gestanna. Það var mikið stress í leikmönnum beggja liða í fyrri hálfleiknum og mátti sjá mörg mistök inni á vellinum. Snæfellingar voru aftur á móti að spila frábæra vörn og Haukar voru oft á tíðum í vandræðum sóknarlega. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 22-17 fyrir Snæfell. Þegar leið á annan leikhluta fór Bryndís Guðmundsdóttir í mikinn ham og setti niður átta stig í röð fyrir gestina úr Hólminum og breytti stöðunni í 27-19. Góður varnarleikur og mikil áræðni skilaði Snæfellingum tíu stiga forystu í hálfleik, 31-21. Haukar brenndu af sjö þriggja stiga skotum í röð á tímapunkti í fyrri hálfleiknum og var liðið einfaldlega ekki að finna sig. Haukarnir byrjuðu frábærlega í síðari hálfleiknum og gerðu fyrstu fimm stig hálfleiksins og breyttu strax stöðunni í 31-26. Snæfellingar voru ekki á þeim buxunum að hleypa þeim inn í leikinn og héldu heimamönnum alltaf þægilega langt frá sér í í þriðja leikhlutanum. Frábær varnarleikur liðsins hélt áfram og var staðan 41-31 fyrir Snæfell. Snæfell var betra liðið til að byrja með í fjórða leikhlutanum og héldu Haukastúlkum enn þægilega frá sér. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var staðan 47-39 og Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, hafði þá gert níu stig. Þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum munaði aðeins fimm stigum, 57-52. Snæfellingar voru einfaldlega mikið mun sterkari í þessum leik og vildu titilinn mun meira. Þegar útlitið var orðið svart fyrir Hauka kláraðist leikurinn á vítalínunni og Snæfellingar stóðu sig vel þar. Leiknum lauk með sigri Snæfells, 67-59, og eru þær Íslandsmeistarar árið 2016 eftir 3-2 sigur í einvígi liðanna.Haukar-Snæfell 59-67 (15-18, 6-13, 12-10, 26-26)Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/7 fráköst/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/5 fráköst/3 varin skot, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Shanna Dacanay 0, Hanna Þráinsdóttir 0, María Lind Sigurðardóttir 0/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 21/12 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/3 varin skot, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst.Pálína: Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín „Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. „Það var mikið stress í byrjun og það má búast við því í svona stórleik. Við vorum alltof lengi í gang en náðum smá áhlaupi í fjórða leikhlutanum.“ Pálína segir að Snæfellingar eigi þennan sigur skilið og Ingi Þór sé frábær þjálfari. Það var aftur á móti eitt sem fór mjög í taugarnar á Pálínu. „Stúkan hjá Snæfellingum er mjög dónaleg og manni finnst leiðinlegt að hlusta á þá. Þetta er fullorðið fólk og það lætur út úr sér mjög dónaleg orð. Ég er með sex ára dóttur mína með mér hér og það er ekki gaman fyrir hana að heyra svona hluti um mömmu sína. Þetta er bara asnalegt og allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín.“Ingvar: Þetta var allt stöngin út hjá okkur „Mér fannst við bara vera dálítið stöngin út,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. „Það voru bara stórar körfur að detta fyrir þær undir lokin. Við erum búnar að hitta illa í þessari seríu og kann ekki almennilega skýringu á því.“ Ingvar segir að tímabilið sé kannski ekki vonbrigði en liðið hafi vissulega ætlað sér að vinna alla þá titla sem í boði voru. „Stelpurnar eiga eftir að læra af þessu og koma enn sterkari til baka á næsta tímabili.“Berglind: Elska að spila fyrir þennan klúbb „Þetta er svo góð tilfinning að það er ekki hægt að lýsa því,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, sem gerði 11 stig í kvöld. „Þriðja árið í röð gerir þetta enn sætara. Það sést bara að við erum að vinna fáránlega gott starf heima í Hólmi og sérstaklega kvennamegin. „Okkur hefur gengið mjög vel undanfarin ár og það sést bara á því að allir Hólmarar eru mættir í stúkuna. Það skiptir svo miklu máli og ég elska að spila fyrir þennan klúbb.“Alda Leif með tárin í augnum: Við gerðum þetta bara saman „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að vera,“ segir Alda Leif Jónsdóttir, reynsluboltinn í liði Snæfells. „Ég ætlaði að hætta í fyrra en álpaðist inn á æfingar aftur og bara byrjaði aftur og sé ekki eftir því núna.“ Alda segir að áhorfendurnir frá Stykkishólmi séu bestu áhorfendur á Íslandi. „Okkur langaði bara að vinna þennan leik og spiluðu frábæra vörn og bara gerðum þetta saman.“vísir/stefánGunnhildur: Allur Hólmurinn stendur við bakið á okkur „Mér líður alveg rosalega vel, þetta er bara geggjuð tilfinning og við vitum vel hvernig er að vera Íslandsmeistarar ,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells. „Við erum bikarmeistarar líka og tvöfalt í ár er bara frábært. Við höfðum bara alltaf trú á verkefnið allt tímabilið og svo erum við með gott fólk í kringum okkur.“ Gunnhildur segir að stuðningsmennirnir hafi verið magnaðir í allan vetur. „Þeir sem eru ekki hér, eru heima að horfa og það eru allir í Hólminum á bakvið okkur.“Tweets by @Visirkarfa1 vísir/ernirPálína sækir að körfu Snæfells.vísir/ernirBerglind skoraði 11 stig í kvöld.vísir/ernirGunnhildur átti fínan leik í kvöld.vísir/ernirIngvar ræðir við sína leikmenn.vísir/ernir Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir átta stiga sigur, 67-59, á Haukum í oddaleik á Ásvöllum í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Það var rafmögnuð stemning í húsinu þegar leikurinn hófst og mætingin alveg hreint frábær. Leikmenn liðanna voru greinilega mjög stressaðir en eftir um þriggja mínútna leik var staðan 1-0 fyrir Snæfell og hvert skotið á fætur öðru farið forgörðum. Stuttu eftir það fóru skotin að detta og jafnt var á öllum tölum næstu mínútur. Þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 18-15 fyrir Snæfell og Haiden Denise Palmer með tíu stig í liði gestanna. Það var mikið stress í leikmönnum beggja liða í fyrri hálfleiknum og mátti sjá mörg mistök inni á vellinum. Snæfellingar voru aftur á móti að spila frábæra vörn og Haukar voru oft á tíðum í vandræðum sóknarlega. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 22-17 fyrir Snæfell. Þegar leið á annan leikhluta fór Bryndís Guðmundsdóttir í mikinn ham og setti niður átta stig í röð fyrir gestina úr Hólminum og breytti stöðunni í 27-19. Góður varnarleikur og mikil áræðni skilaði Snæfellingum tíu stiga forystu í hálfleik, 31-21. Haukar brenndu af sjö þriggja stiga skotum í röð á tímapunkti í fyrri hálfleiknum og var liðið einfaldlega ekki að finna sig. Haukarnir byrjuðu frábærlega í síðari hálfleiknum og gerðu fyrstu fimm stig hálfleiksins og breyttu strax stöðunni í 31-26. Snæfellingar voru ekki á þeim buxunum að hleypa þeim inn í leikinn og héldu heimamönnum alltaf þægilega langt frá sér í í þriðja leikhlutanum. Frábær varnarleikur liðsins hélt áfram og var staðan 41-31 fyrir Snæfell. Snæfell var betra liðið til að byrja með í fjórða leikhlutanum og héldu Haukastúlkum enn þægilega frá sér. Þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum var staðan 47-39 og Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, hafði þá gert níu stig. Þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum munaði aðeins fimm stigum, 57-52. Snæfellingar voru einfaldlega mikið mun sterkari í þessum leik og vildu titilinn mun meira. Þegar útlitið var orðið svart fyrir Hauka kláraðist leikurinn á vítalínunni og Snæfellingar stóðu sig vel þar. Leiknum lauk með sigri Snæfells, 67-59, og eru þær Íslandsmeistarar árið 2016 eftir 3-2 sigur í einvígi liðanna.Haukar-Snæfell 59-67 (15-18, 6-13, 12-10, 26-26)Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/7 fráköst/3 varin skot, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/5 fráköst/3 varin skot, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2, Shanna Dacanay 0, Hanna Þráinsdóttir 0, María Lind Sigurðardóttir 0/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 21/12 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 14/9 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Berglind Gunnarsdóttir 11/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3/3 varin skot, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, María Björnsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0/5 fráköst.Pálína: Allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín „Þær mættu bara tilbúnar og við höfðum enginn svör við þeirra varnarleik og þær voru betur undirbúnar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Hauka, eftir leikinn. „Það var mikið stress í byrjun og það má búast við því í svona stórleik. Við vorum alltof lengi í gang en náðum smá áhlaupi í fjórða leikhlutanum.“ Pálína segir að Snæfellingar eigi þennan sigur skilið og Ingi Þór sé frábær þjálfari. Það var aftur á móti eitt sem fór mjög í taugarnar á Pálínu. „Stúkan hjá Snæfellingum er mjög dónaleg og manni finnst leiðinlegt að hlusta á þá. Þetta er fullorðið fólk og það lætur út úr sér mjög dónaleg orð. Ég er með sex ára dóttur mína með mér hér og það er ekki gaman fyrir hana að heyra svona hluti um mömmu sína. Þetta er bara asnalegt og allt saman fullorðið fólk sem ætti í raun að skammast sín.“Ingvar: Þetta var allt stöngin út hjá okkur „Mér fannst við bara vera dálítið stöngin út,“ segir Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. „Það voru bara stórar körfur að detta fyrir þær undir lokin. Við erum búnar að hitta illa í þessari seríu og kann ekki almennilega skýringu á því.“ Ingvar segir að tímabilið sé kannski ekki vonbrigði en liðið hafi vissulega ætlað sér að vinna alla þá titla sem í boði voru. „Stelpurnar eiga eftir að læra af þessu og koma enn sterkari til baka á næsta tímabili.“Berglind: Elska að spila fyrir þennan klúbb „Þetta er svo góð tilfinning að það er ekki hægt að lýsa því,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, sem gerði 11 stig í kvöld. „Þriðja árið í röð gerir þetta enn sætara. Það sést bara að við erum að vinna fáránlega gott starf heima í Hólmi og sérstaklega kvennamegin. „Okkur hefur gengið mjög vel undanfarin ár og það sést bara á því að allir Hólmarar eru mættir í stúkuna. Það skiptir svo miklu máli og ég elska að spila fyrir þennan klúbb.“Alda Leif með tárin í augnum: Við gerðum þetta bara saman „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að vera,“ segir Alda Leif Jónsdóttir, reynsluboltinn í liði Snæfells. „Ég ætlaði að hætta í fyrra en álpaðist inn á æfingar aftur og bara byrjaði aftur og sé ekki eftir því núna.“ Alda segir að áhorfendurnir frá Stykkishólmi séu bestu áhorfendur á Íslandi. „Okkur langaði bara að vinna þennan leik og spiluðu frábæra vörn og bara gerðum þetta saman.“vísir/stefánGunnhildur: Allur Hólmurinn stendur við bakið á okkur „Mér líður alveg rosalega vel, þetta er bara geggjuð tilfinning og við vitum vel hvernig er að vera Íslandsmeistarar ,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells. „Við erum bikarmeistarar líka og tvöfalt í ár er bara frábært. Við höfðum bara alltaf trú á verkefnið allt tímabilið og svo erum við með gott fólk í kringum okkur.“ Gunnhildur segir að stuðningsmennirnir hafi verið magnaðir í allan vetur. „Þeir sem eru ekki hér, eru heima að horfa og það eru allir í Hólminum á bakvið okkur.“Tweets by @Visirkarfa1 vísir/ernirPálína sækir að körfu Snæfells.vísir/ernirBerglind skoraði 11 stig í kvöld.vísir/ernirGunnhildur átti fínan leik í kvöld.vísir/ernirIngvar ræðir við sína leikmenn.vísir/ernir
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira