Shakespeare stenst tímans tönn Birta Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2016 20:00 William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
William Shakespeare lést þann 23. apríl árið 1616, þá 52 ára að aldri. Eftir hann liggja hátt í 40 leikverk sem enn eru sett upp um heim allan og hafa verið innblástur fjölda kvikmynda, en þeirra þekktust eru líklega Hamlet, Rómeó og Júlía, Lér konungur og Mackbeth. Margar af skærustu stjörnum Bretlands tóku þátt í að minnast leikskáldsins í fjölbreyttri dagskrá í Bretlandi í dag, meðal annars í konunglega Shakespeare-leikhúsinu í Stratford-upon-Avon og í Breska ríkissjónvarpinu. Þá var ítarleg sýning um ævi og feril skáldsins opnuð í British Library. Barack Obama Bandaríkjaforseti, sem staddur er í London, heimsótti Globe leikhúsið í tilefni dagsins þar sem hann hlýddi á stuttan bút úr leikverkinu Hamlet. Og tímamótanna var ekki bara minnst í Bretlandi, í Krónborgarkastala í Helsingör í Danmörku stóðu einnig til umtalsverð hátíðahöld í dag, en kastalinn var fyrirmynd Elsinore kastalans, híbýla Hamlets danaprins. Það er svo líklega tákn nýrra tíma að Shakespeare-smáforrit er nú orðið að veruleika, þar sem upplestur allra 37 leikrita skáldsins verður á endanum aðgengilegur notendum. „Shakespeare stenst tímans tönn og á alltaf við. Hann hafði sérstaka náðargáfu í að skilja okkur öll og mannlegt eðli. Það er eins og Shakespeare hafi fundið sjálfur upp á manneskjunni," sagði leikarinn Ian McKellan, sem er einn þeirra sem les verk Shakespeares í smáforritinu.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira