Guðmann: Ekkert ósætti við Heimi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2016 12:15 Guðmann Þórisson í leik með FH á móti KR. Vísir/Andri Marinó Guðmann Þórisson var lánaður í 1. deildarlið KA í morgun eins og áður hefur verið fjallað um. Tíðindin komu á óvart enda er keppnistímabilið í Pepsi-deildinni að hefjast á morgun. FH mun spila gegn Þrótti í opnunarleik Pepsi-deildarinnar klukkan 16.00 á morgun. Guðmann var í viðtali í Fótbolta.net þættinum á X-inu í hádeginu og var spurður hvort að eitthvað hefði komið upp sem varð til þess að hann fór svo skyndilega frá FH, til dæmis ósætti við þjálfarann Heimi Guðjónsson. „Ég var að reyna að rifja upp hvort það hafi verið eitthvað sem kom upp á milli okkar. En við höfum alltaf verið góðir vinir. Það er ekki eitthvað sem okkur fór á milli sem olli þessu,“ sagði Guðmann. „Ég held að KA hafi einfaldlega gert FH gott tilboð sem FH-ingar hafi samþykkt.“ Guðmann var ósáttur við að fá ekki stærra hlutverk í liði FH. „Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum. Í gær var mér tilkynnt að það hefði verið samþykkt tilboð frá KA. Mér leist vel á þetta.“ „Ég hefði viljað fá meiri séns í vetur. Þetta er fyrsta undirbúningstímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið heil og í standi og þá er leiðinlegt að vera á bekknum.“ Guðmann mun flytja norður og segist hlakka til að búa á Akureyri. Þá sé metnaðarfullt starf í gangi í KA. „Þeir eru að leggja mikið í að fá mig og ég verð að skila því til baka,“ sagði Guðmann sem viðurkennir þó að hann hefði gjarnan viljað vera áfram í FH gegn því að fá að spila reglulega þar. „Draumastaðan var að spila alla leiki með FH. En út frá þeirri stöðu sem upp var komin þá er ég sáttur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmann til KA Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson er genginn í raðir 1. deildarliðs KA og mun leika með liðinu á komandi tímabili. 30. apríl 2016 11:25 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Guðmann Þórisson var lánaður í 1. deildarlið KA í morgun eins og áður hefur verið fjallað um. Tíðindin komu á óvart enda er keppnistímabilið í Pepsi-deildinni að hefjast á morgun. FH mun spila gegn Þrótti í opnunarleik Pepsi-deildarinnar klukkan 16.00 á morgun. Guðmann var í viðtali í Fótbolta.net þættinum á X-inu í hádeginu og var spurður hvort að eitthvað hefði komið upp sem varð til þess að hann fór svo skyndilega frá FH, til dæmis ósætti við þjálfarann Heimi Guðjónsson. „Ég var að reyna að rifja upp hvort það hafi verið eitthvað sem kom upp á milli okkar. En við höfum alltaf verið góðir vinir. Það er ekki eitthvað sem okkur fór á milli sem olli þessu,“ sagði Guðmann. „Ég held að KA hafi einfaldlega gert FH gott tilboð sem FH-ingar hafi samþykkt.“ Guðmann var ósáttur við að fá ekki stærra hlutverk í liði FH. „Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum. Í gær var mér tilkynnt að það hefði verið samþykkt tilboð frá KA. Mér leist vel á þetta.“ „Ég hefði viljað fá meiri séns í vetur. Þetta er fyrsta undirbúningstímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið heil og í standi og þá er leiðinlegt að vera á bekknum.“ Guðmann mun flytja norður og segist hlakka til að búa á Akureyri. Þá sé metnaðarfullt starf í gangi í KA. „Þeir eru að leggja mikið í að fá mig og ég verð að skila því til baka,“ sagði Guðmann sem viðurkennir þó að hann hefði gjarnan viljað vera áfram í FH gegn því að fá að spila reglulega þar. „Draumastaðan var að spila alla leiki með FH. En út frá þeirri stöðu sem upp var komin þá er ég sáttur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmann til KA Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson er genginn í raðir 1. deildarliðs KA og mun leika með liðinu á komandi tímabili. 30. apríl 2016 11:25 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Sjá meira
Guðmann til KA Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson er genginn í raðir 1. deildarliðs KA og mun leika með liðinu á komandi tímabili. 30. apríl 2016 11:25