Kári og Viðar Örn töpuðu bikarúrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 16:25 Kári Árnason skoraði úr sinni spyrnu. vísir/afp Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Häcken varð sænskur bikarmeistari í fótbolta í dag eftir sigur á Íslendingaliðinu Malmö í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir skemmtilegar 120 mínútur var 2-2 en öll mörkin voru skoruð á fyrstu 90 mínútum leiksins. Malmö virtist alveg vera með leikinn eftir fyrri hálfleikinn. Markus Rosenborg kom Malmö yfir á 39. mínútu og Norðmaðurinn Magnus Wolff Eikrem skoraði gullfallegt mark, beint úr aukaspyrnu, fjórum mínútum síðar. Malmö-menn, sem voru á heimavelli í dag en leikurinn fór fram á Swedbank Arena, voru 2-0 yfir í hálfleik og stefndi í nokkuð öruggan sigur. Á 51. mínútu fékk Oscar Lewicki, leikmaður Malmö, rautt spjald og hleypti þannig Häcken inn í leikinn. Häcken nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla og jafnaði metin. Demba Savage skoraði það fyrr á 61. mínútu með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá hægri og Nasiru Mohammed jafnaði metin á 66. mínútu þegar hann skaut boltanum undir Kára Árnason úr færi í teignum og í hornið. Undir lok venjulegs leiktíma sóttu tíu menn Malmö stíft og fékk Viðar Örn Kjartansson ágætt færi til að skora en allt kom fyrir ekki. Viðar var góður í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, en var nokkuð einmanna frammi eftir að Malmö missti mann af velli. Í vítaspyrnukeppninni varði Johan Wiland, markvörður Malmö, frá René Makondele, og stefndi allt í sigur Malmö. Anton Tinnerholm gat tryggði liðinu bikarmeistaratitilinn með fimmtu spyrnuninni en þá varði Peter Abrahamsson, markvörður Häcken, og hélt sínum mönnum á lífi. Viðar Örn var kominn á bekkinn en fyrirliðinn Kári Árnason tók sjöttu spyrnuna og skoraði. Sama gerði næsti maður fyrir Häcken. Það var svo Anton Tinnerholm sem var skúrkurinn en hann lét Abrahamson verja frá sér og Simon Sandberg tryggði Häcken svo bikarmeistaratitilinn. Malmö hefði með sigri unnið sinn 15. bikarmeistaratitil en liðið hefur ekki fagnað sigri í bikarnum síðan 1989. Það stóra í þessu er að Malmö verður nú ekki í Evrópukeppni næsta vetur þar sem liðið hafnaði í fimmta sæti í deildinni á síðustu leiktíð. Häcken, sem var að vinna bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins, verður aftur á móti í Evrópudeildinni næsta vetur og mætir þar til leiks í annarri umferð forkeppninnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira