Kvyat tapar sæti sínu til Verstappen Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. maí 2016 13:00 Kvyat og Verstappen munu hafa sætaskipti Vísir/Getty Formúlu 1 lið Red Bull hefur staðfest að Max Verstappen ökumaður Toro Rosso, taki sæti Daniil Kvyat strax í næstu keppni. Kvyat ók afar klaufalega í Rússlandi síðustu helgi. Tilfærslan kemur í kjölfar rússneska kappakstursins en Kvyat keyrði tvisvar á Sebastian Vettel á Ferrari í fyrstu þremur beygjum keppninnar. Vettel lenti svo utan í Daniel Ricciardo, liðsfélaga Kvyat hjá Red Bull. Báðir bílar hefðu átt að ná í stig að mati Christian Horner, liðsstjóra Red Bull. „Daniil [Kvyat] kostaði okkur mikið í dag. Báðir bílar hefðu átt að geta náð í góð stig,“ sagði Horner eftir keppnina í Rússlandi. „Max [Verstappen] hefur sýnt það að hann er einstakur og hæfileikaríkur ungur ökumaðuð. Frammistaða hans hjá Toro Rosso hefur verið hrífandi og við erum ánægð að sjá hann fá tækifæri hjá Red Bull,“ sagði Horner skömmu eftir að Red Bull staðfesti ákvörðunina. „Við erum í þeirri stöðu hjá Red Bull að allir okkar ökumenn eru á langtíma samning og við getum fært þá til eins og við teljum henta best,“ bætti Horner við. Ætla má að meira búi að baki, mörg önnur lið hafa sýnt Verstappen áhuga og líklega er Red Bull að brjóta ísinn, sýna honum traust í von um að halda í ungstirnið. Mistök Kvyat um síðustu helgi hafa hugsanlega verið tækifærið sem Red Bull var að bíða eftir. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Rosberg einmana í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá? 4. maí 2016 16:45 Sjáðu af hverju Vettel varð alveg brjálaður í dag | Myndband Þetta var ekki góður dagur í Rússlandi fyrir fyrrum heimsmeistarann Sebastian Vettel en hann náði að hans að keyra einn hring í Rússlandskappakstrinum í Formúlu eitt. 1. maí 2016 16:00 Kvyat: Vettel er í stöðu til að ráðast á mig núna Nico Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð og fer þar með í hóp með Michael Schumacher, Alberto Ascari og Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir kappaksturinn? 1. maí 2016 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Formúlu 1 lið Red Bull hefur staðfest að Max Verstappen ökumaður Toro Rosso, taki sæti Daniil Kvyat strax í næstu keppni. Kvyat ók afar klaufalega í Rússlandi síðustu helgi. Tilfærslan kemur í kjölfar rússneska kappakstursins en Kvyat keyrði tvisvar á Sebastian Vettel á Ferrari í fyrstu þremur beygjum keppninnar. Vettel lenti svo utan í Daniel Ricciardo, liðsfélaga Kvyat hjá Red Bull. Báðir bílar hefðu átt að ná í stig að mati Christian Horner, liðsstjóra Red Bull. „Daniil [Kvyat] kostaði okkur mikið í dag. Báðir bílar hefðu átt að geta náð í góð stig,“ sagði Horner eftir keppnina í Rússlandi. „Max [Verstappen] hefur sýnt það að hann er einstakur og hæfileikaríkur ungur ökumaðuð. Frammistaða hans hjá Toro Rosso hefur verið hrífandi og við erum ánægð að sjá hann fá tækifæri hjá Red Bull,“ sagði Horner skömmu eftir að Red Bull staðfesti ákvörðunina. „Við erum í þeirri stöðu hjá Red Bull að allir okkar ökumenn eru á langtíma samning og við getum fært þá til eins og við teljum henta best,“ bætti Horner við. Ætla má að meira búi að baki, mörg önnur lið hafa sýnt Verstappen áhuga og líklega er Red Bull að brjóta ísinn, sýna honum traust í von um að halda í ungstirnið. Mistök Kvyat um síðustu helgi hafa hugsanlega verið tækifærið sem Red Bull var að bíða eftir.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Rosberg einmana í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá? 4. maí 2016 16:45 Sjáðu af hverju Vettel varð alveg brjálaður í dag | Myndband Þetta var ekki góður dagur í Rússlandi fyrir fyrrum heimsmeistarann Sebastian Vettel en hann náði að hans að keyra einn hring í Rússlandskappakstrinum í Formúlu eitt. 1. maí 2016 16:00 Kvyat: Vettel er í stöðu til að ráðast á mig núna Nico Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð og fer þar með í hóp með Michael Schumacher, Alberto Ascari og Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir kappaksturinn? 1. maí 2016 14:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Rosberg einmana í Rússlandi Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá? 4. maí 2016 16:45
Sjáðu af hverju Vettel varð alveg brjálaður í dag | Myndband Þetta var ekki góður dagur í Rússlandi fyrir fyrrum heimsmeistarann Sebastian Vettel en hann náði að hans að keyra einn hring í Rússlandskappakstrinum í Formúlu eitt. 1. maí 2016 16:00
Kvyat: Vettel er í stöðu til að ráðast á mig núna Nico Rosberg vann sína sjöundu keppni í röð og fer þar með í hóp með Michael Schumacher, Alberto Ascari og Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir kappaksturinn? 1. maí 2016 14:45
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti