Offramboð eigna og minni eftirspurn er ávísun á verðlækkun skjóðan skrifar 4. maí 2016 11:02 Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Skjóðan Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Bæði föstudag og mánudag hrikti í íslensku Kauphöllinni. Tugir milljarða af markaðsvirði skráðra félaga þurrkuðust út og við lok viðskipta á mánudag hafði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um næstum sjö prósent frá því viðskipti hófust á föstudag og frá áramótum hafði hún lækkað um ríflega þrjú pró sent. Ólíklegt er að árshlutauppgjör Icelandair hafi eitt og sér valdið þessari miklu lækkun. Rekstrarhorfur félagsins virðast að mörgu leyti mjög hagstæðar. Ríkisstjórnin segist ætla að lyfta fjármagnshöftum áður en kosið verði til Alþingis í haust. Driffjöður hækkandi eignaverðs undanfarin misseri hefur verið innlend fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna, sem hafa verið læstir í höftum eins og aðrir. Fái þeir í auknum mæli að fjárfesta erlendis blasir við að eftirspurn eftir íslenskum eignum, hvort sem um ræðir verðbréf eða fasteignir, dregst saman. Það leiðir til verðlækkunar. Þá er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að selja hratt þær eignir, sem ríkið eignast við uppgjörið við slitabú bankanna. Fyrir voru miklar eignir í eigu ríkisins í gegnum Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands. Nú bætast við gríðarlegar eignir og þar á meðal Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki líka, þó að formlega sé hann enn í eigu kröfuhafa Kaupþings. Fyrir átti ríkið Landsbankann. Mikið hefur verið reynt að finna erlenda kaupendur að nýju bönkunum en algerlega án árangurs. Það er enginn erlendur áhugi á bönkunum. Það breytist ekki þó höftum verði aflétt. Það er gjaldmiðillinn, sem er Þrándur í Götu. Erlendir fjárfestar hafa ekkert traust á íslensku fjárfestingarumhverfi á meðan krónan er gjaldmiðillinn. Þeir vita sem er að einungis er tímaspursmál hvenær haftatökin um hana verða hert að nýju. Hverjir eiga þá að kaupa bankana og öll hin fyrirtækin sem ríkið hyggst nú setja á sölu? Lífeyrissjóðirnir taka kannski þátt í kaupum á einum banka en tæplega tveimur eða þremur. Þegar lífeyrissjóðunum sleppir er fjárfestingageta íslenskra fjárfesta afar takmörkuð. Nokkrir hópar fjárfesta hafa hagnast verulega á að kaupa eignir af bönkum eftir hrun í félagi við lífeyrissjóði en án lífeyrissjóðanna eru þeir engan veginn í stakk búnir til að kaupa banka nema á einhverjum sérstökum vildarvinakjörum, sem við skyldum þó aldrei útiloka að verði í boði fyrir góða borgunarmenn. Í hnotskurn virðist ríkisstjórnin vera að draga úr eftirspurn eftir innlendum eignum með því að lyfta fjármagnshöftum á sama tíma og hún stóreykur framboð á eignum með því að setja á sölu ríkiseignir fyrir hundruð milljarða. Enginn skyldi láta það koma sér á óvart þó að þetta samspil offramboðs og minnkandi eftirspurnar leiði til leiðréttingar á íslenskum eignamörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira