Karl Wernersson, eigandi Lyfja og heilsu, þarf að láta af starfi framkvæmdastjóri fyrirtækisins vegna fangelsisdóms sem hann hlaut í Hæstarétti í liðinni viku vegna Milestone-málsins. Karl var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi meðal annars vegna umboðssvika og brota á lögum um ársreikninga.
Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að samkvæmt lögum um hlutafélög og einkahlutafélög mega þeir sem hlotið hafa dóma fyrir refsiverða háttsemi í tengslum við atvinnurekstur ekki gegna stöðu stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra í fyrirtækjum. Ákvæðið gildir í þrjú ár frá því dómur fellur.
Karl þarf því að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu auk þess sem hann þarf að segja sig frá stjórnarstörfum í 13 öðrum félögum.
Þarf að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu
Tengdar fréttir

Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu
Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm.