Ég vildi bara skjóta Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. maí 2016 06:00 Kenan Turudija spilaði vel á miðjunni og skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki með frábæru skoti í slána og inn. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
„Þetta var frábær sigur. Við vorum búnir að undirbúa okkur allan veturinn fyrir þennan leik þannig það var gaman að vinna,“ segir Kenan Turudija, bosnískur miðjumaður Ólafsvíkinga, en nýliðarnir í Pepsi-deildinni unnu óvæntan 2-1 sigur á útivelli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið. Kenan var hetja leiksins en hann skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 82. mínútu í slána og inn.Bosníumaðurinn er fljótur til svars aðspurður hvort þetta sé eitt hans besta mark á ferlinum.Vildu fyrirgjöf „Já, pottþétt eitt það allra besta,“ segir hann, en hvað var Kenan að hugsa þegar hann fékk boltann hægra megin við teiginn og sveiflaði skotfætinum? „Ég vildi bara skjóta. Ég sá að markvörðurinn var aðeins of framarlega þannig að ég lét bara vaða. Kannski var þetta heppni en kannski ekki,“ segir hann og hlær við. Hann hafði engar áhyggjur af því að í markinu væri einn sá besti í deildinni. „Ég veit að hann er góður markvörður og auðvitað landsliðsmarkvörður. Ég hugsaði samt ekkert út í það. Staðan var bara 1-1 þannig að ég hugsaði af hverju ekki að reyna að skjóta? Það var einhver inni á teignum sem var að kalla eftir fyrirgjöf en ég skaut bara í staðinn og sé ekki eftir því núna,“ segir Kenan. Hann naut þess að spila í fyrsta sinn í efstu deild á ferli sínum en kjaftfullt var á Kópavogsvelli í gær og stemningin góð. „Það var rosalega gaman að spila þarna og enn betra að vinna,“ segir hann. Miðjumaðurinn hefur trú á að nýliðarnir geti haldið sæti sínu í deildinni og sigurinn í gær sanni það sem þeir hafa verið að segja í aðdraganda mótsins. „Ef við spilum eins og við gerðum á móti Breiðabliki getum við haldið okkur uppi. Við vorum skipulagðir, spiluðum góða vörn og biðum eftir okkar tækifærum til að skora úr skyndisóknum. Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn en við sýndum alvöru karakter,“ segir Kenna.Leiðist stundum Kenan, sem er 25 ára gamall, dvelur nú þriðja sumarið í röð á Íslandi en hann kom fyrst til Sindra og spilaði á Höfn í Hornafirði í 2. deildinni. Þar skoraði hann sjö mörk í 19 leikjum af miðjunni og Ejub Purisevic, þjálfara Ólsara, leist á það sem hann sá. „Ejub hringdi í mig og vildi fá mig til Ólafsvíkur. Ég sló til og við komumst upp í efstu deild á fyrsta ári,“ segir Kenan sem skoraði fjögur mörk í 21 leik fyrir Ólsara í 1. deildinni á síðustu leiktíð en þeir fögnuðu sigri í deildinni. Kenan er frá Kakanj í Bosníu og Hersegóvínu sem er nálægt höfuðborginni Sarajevo. Hann hóf fótboltaferilinn þar en taldi sig geta náð lengra á Íslandi. „Ég vil alltaf verða betri og draumur minn er að komast lengra og spila í stærri deild. Ég fór til Íslands því ég taldi mig eiga meiri mögulega á að bæta mig á Íslandi en heima í Bosníu,“ segir hann. Kenan býr einn þar sem kærasta hans er í Slóveníu og besti vinur hans í Ólafsvíkurliðinu, Admir Kubaat, sem bjó með honum, er farinn heim til Bosníu í aðgerð vegna krossbandsslits. Kenan líður almennt vel á Íslandi en stundum geta dagarnir verið langir. „Það er allt í lagi fyrir mig að vera í Ólafsvík. Það var betra þegar ég bjó með vini mínum hérna en ég hef verið hér núna í nokkur ár og á marga góða vini. Mér leiðist stundum en í heildina er þetta fínt og við reynum að hafa gaman saman, strákarnir,“ segir Kenan Turudija.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira