Davíð vill að þjóðin fái sig ódýrt og Twitter býður upp á nokkur sparnaðarráð til viðbótar Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2016 21:22 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Fá ummæli hafa vakið jafn mikla athygli í baráttunni fyrir forsetakosningar í sumar en yfirlýsing Davíðs Oddssonar þess efnis að að hann muni ekki þiggja laun sem forseti á Bessastöðum nái hann kjöri. Þetta sagði Davíð í Eyjunni á Stöð 2 fyrr í dag þar sem hann lýsti því yfir að þjóðin muni fá sig ódýrt. Sagðist Davíð fá eftirlaun sem yrðu um fjörutíu prósent af forsetalaunum en þau eru rúmlega 2,1 milljón í dag. Hann fær eftirlaun sem fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. Davíð hefur verið að mælast með töluvert lægra fylgi en Guðni Th. Jóhannesson í könnunum um fylgi forsetaframbjóðenda. Í könnun Maskínu sem var birt á föstudag var fylgi Guðna Th. 67,2 prósent en fylgi Davíðs 14,8 prósent. Viðurkenndi Davíð það að á brattann væri að sækja og nýtti hann tækifærið í Eyjunni til að gagnrýna Guðna Th. nokkuð mikið. Þykja því ýmsum þessi yfirlýsing Davíðs, um að ætla ekki að þiggja laun sem forseti, vera merki um ákveðinn skjálfta í hans herbúðum.Sjá einnig: Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Á Twitter er mikið rætt um þetta viðtal við Davíð í Eyjunni en þar bendir til að mynda Andrés Ingi á að forseti á laun myndi nema um 5 prósent sparnaði við embættið.Launalaus forseti er rúmlega 5% sparnaður við embættið. Fín leið fyrir auðmenn í framboði að skora ódýr stig, en breytir litu fyrir ríkið.— Andrés Ingi (@andresingi) May 15, 2016 Andrés Jónsson almannatengill bendir á að Davíð ætli að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa síðar verið afnumin.Davíð, sem ætlar ekki að þiggja laun sem forseti, ætlar að þiggja sérstök eftirlaun sem hann lét sjálfur setja lög um og hafa verið afnumin.— Andres Jonsson (@andresjons) May 15, 2016 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, segist ekki muna eftir jafn örvæntingafullu útspili og enn sé mánuður til kosninga.Davíð segir að hann þurfi ekki einu sinni laun. Man ekki eftir jafn örvæntingarfullu múvi í kosningabaráttu. Og það er mánuður í kosningar — Atli Fannar (@atlifannar) May 15, 2016 Og aðrir höfðu þetta um málið að segja: Nú er ég spenntur. Næsti frambjóðandi býðst örugglega til þess að vera á engum launum, nema orlofi sínu.— Helgi Seljan (@helgiseljan) May 15, 2016 Verði ég forseti mun ég ekki þiggja nein laun, aldrei fara til útlanda, reka allt starfsfólk embættisins og hefja á ný búskap á Bessastöðum.— Stígur Helgason (@Stigurh) May 15, 2016 Davíð Oddsson ætlar að selja Bessastaði og flytja í íbúð í Grafarholtinu ef hann nær kjöri.— Jón Kristinn (@jonkaerr) May 15, 2016 Fyrir viku nennti DO ekki að vera forseti og virkaði áhugalaus oglatur. Nú reynir hann að selja letina sem ráðdeild og sparnað. #forseti— Ragnar Þór Pétursson (@maurildi) May 15, 2016 Smekklaust skrum hjá DO að ætla ekki að þiggja launin, m.a. vegna þess að slík undirboð gera efnaminna fólki erfiðara að fara fram.— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 15, 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08 Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02 Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23 Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna "Ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna.” 14. maí 2016 13:08
Tvöfalt fleiri karlar en konur styðja Davíð Oddsson Guðni Th Jóhannesson mælist með 67,2 prósent fylgi til embættis forseta Íslands. 13. maí 2016 18:02
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíð gagnrýndi Guðna Th. harðlega og sagðist ekki ætla að þiggja laun sem forseti Davíð Oddsson sagðist fá eftirlaun sem duga honum. 15. maí 2016 18:23
Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hins vegar muni standa sig vel, verði hann kjörinn. 13. maí 2016 08:42