Milos: Ef ég myndi segja það sem mig langar til að segja færi ég í langt bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. maí 2016 22:27 Milos Milojevic var ekki sáttur með þriðja aðilann. vísir/anton brink Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var eðlilega ekki kátur eftir 1-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í lokaleik þriðju umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingar eru aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Milos var ánægður með sína menn en mjög ósáttur við "þriðja aðilann" eins og hann kallaði Valdimar Pálsson, dómara leiksins. "Þessi leikur snerist ekki um þessi tvö lið spila heldur þriðja aðila sem ég ætla ekki að tala um. Ef ég myndi segja það sem mig langar að segja myndi ég fara í langt bann," sagði Milos við Vísi eftir leik. "Allir sem horfðu á leikinn sáu hvað gerðist. Ég er mjög ánægður með mína menn í seinni hálfleik. Við klikkuðum einu sinni í föstu leikatriði en við fengum nóg af færum til að skora að minnsta kosti eitt mark." Aðspurður hvort hinn umtalaði þriðji aðili hefði verið það sem skildi á milli spurði Milos blaðamann: "Varstu ekki á leiknum?" Blaðamaður svaraði játandi og fékk til baka: "Það er flott." Serbinn hélt svo áfram: "Ég ætla ekki að tala um þriðja aðilann. Það er prinsipp hjá mér. Ég hef alltaf upplifað þennan leik sem baráttu tveggja ellefu manna liða og mér finnst erfitt að taka þátt í leik þar sem einhver annar tekur að sér að vera aðal stjarnan." "Engu að síður skoraði hann [þriðji aðilinn] ekki markið fyrir Blika. Við þurfum bara að rífa okkur upp og spila leik eftir fjóra daga," sagði Milos. Viktor Bjarki Arnarsson, fyrirliði Víkings, var rekinn af velli á 39. mínútu þegar hann fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum. "Ég þarf að sjá þetta einu sinni enn áður en ég segi meira um það. Dómarinn segir að það hafi verið gult spjald og þá er það gult spjald. Það eru menn sem fara yfir þetta," sagði Milos. "Ég held að Viktor hefði átt að reyna að vera skynsamari og halda sér inn á því þrátt fyrir að Blikar eru með mjög flott lið gerðist ekki neitt hjá þeim í seinni hálfleik. Ég óska þeim til hamingju með þrjú stig. Þeim og þjálfara þeirra. Ég vil ekkert taka af Blikunum," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Sjá meira