Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2016 14:03 Woody Allen ásamt leikurum Café Society, Corey Stall, Blake Lively, Kristen Stewart, Jesse Eisenberg og formanni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Pierre Lescure Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“ Mál Woody Allen Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“
Mál Woody Allen Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira