Skoðun

Við þurfum drifkraft, hvatningu og hlýju

María Másdóttir skrifar
Fyrir um 15 árum síðan ákvað ég að taka stórt skref og láta draum um mitt eigið fyrirtæki verða að veruleika. Ég var ein af þeim lánsömu konum fékk það einstaka tækifæri að taka þátt í Auður í krafti kvenna verkefninu og stofnaði fyrirtækið Blómahönnun eftir að hafa tekið þátt í Frumkvöðla Auði.

Auður í krafti kvenna veitti mér þann innblástur og styrk sem til þurfti til að setja á stofn og reka eigin fyrirtæki.  Það var ekki síst forsvarskona verkefnisins, Halla Tómasdóttir, sem hvatti mig áfram og styrkti í þeirri trú að láta drauminn rætast.

Halla er nú í framboði til embættis forseta Íslands.   Í mínum huga er hún fullkomin persóna til að gegna embætti forseta Íslands og vona ég innilega að Íslendir verði svo forsjálir og heppnir að Halla verði kosin forseti Íslands. Halla er jákvæð, einlæg, hreinskilin og með djúpan skilning á landi og þjóð jafnframt því að skynja umhverfi sitt bæði innanlands sem utan. Við Íslendingar, sem þjóð þurfum forseta sem hefur þessa kosti og hennar einlæga drifkraft sem hrífur og eflir okkur sem þjóð á jákvæðan máta. Halla mun styrkja og efla ímynd Íslands erlendis jafnframt því að standa með Íslendingum ef með þarf. Ég er fullviss að Halla mun kynna sér málefnin sem verða á vegi hennar sem forseti og leysa þau af einlægni, hreinskilni og mun á opinn og gegnsæjan hátt sameina okkur sem þjóð.

Ég er af einlægni þakklát fyrir þá hvatningu sem Halla hefur veitt mér og fleirum, og ég er því afar þakklát fyrir að hún hafi ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands. Nái hún kjöri verða enn fleiri sem fá að njóta hennar hvatningar og jákvæðu nærveru, við þurfum á því að halda. Ég væri mjög stolt af því að fá Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×