Atvinnulífið klofið í afstöðu til Evrópusambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 11:00 Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og einn helsti talsmaður útgöngu, mætir til málfundar á hjóli. Fréttablaðið/EPA Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif. Brexit Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira
Meirihluti þeirra sem starfa í bresku atvinnulífi hyggst greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Bilið á milli aðildarsinna og útgöngusinna minnkar þó samkvæmt nýrri könnun. Sú könnun var gerð á vegum Breska viðskiptaráðsins í apríl. Hún sýndi að 54 prósent af 2.200 félagsmönnum sögðust myndu greiða atkvæði með aðild. Í febrúar síðastliðnum sögðust aftur á móti 60 prósent myndu greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Hins vegar sögðust 37 prósent, í könnuninni í apríl, myndu greiða atkvæði með útgöngu en 30 prósent sögðu í febrúar að þeir myndu greiða atkvæði á þann veg. Adam Marshall, starfandi framkvæmdastjóri Breska viðskiptaráðsins, segir að bilið sé sannarlega að minnka. „Jafnvel þótt stór meirihluti af þeim sem við töluðum við hafi látið í ljós þá skoðun sína að þeir vilji áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu þá er bilið milli aðildarsinna og útgöngusinna að dragast verulega saman á síðustu vikum,“ segir hann. Fulltrúar stærri fyrirtækja og þeirra sem eiga mikil viðskipti við Evrópumarkaði voru líklegri til að greiða atkvæði með áframhaldandi aðild. Fulltrúar minni fyrirtækja, með 10 starfsmenn eða færri og eru ekki í útflutningi, voru mun líklegri til þess að vilja ganga úr Evrópusambandinu. Stærstur hluti svarenda taldi að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fer 23. júní, hefði enn sem komið er ekki haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækja þeirra, eins og sölu, starfsmannahald eða fjárfestingu. Tæp 36 prósent töldu að ef Bretland yfirgæfi Evrópusambandið myndi það hafa neikvæð áhrif á vaxtaráætlanir fyrirtækisins, en 36,3 prósent töldu að það hefði engin áhrif. Tæp 16 prósent töldu svo að það myndi hafa jákvæð áhrif.
Brexit Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Sjá meira