Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Ritstjórn skrifar 25. maí 2016 20:00 Alexander Wang tekur mikilvægt skref í að breyta og bæta fyrirkomulaginu á tískuvikunum. Mynd/Getty Fatahönnuðir um allan heim hafa kvartað yfir núverandi fyrirkomulagi á tískuvikunum í helstu tískuborgunum. Á hverju ári sýna margir hönnuðir allt að sex tískusýningar á ári. Tvær tískuvikur á ári eru tileinkaðar körlum og tvær fyrir konur. Svo eru einnir sumir með "resort" sýningar ásamt því að sýna á "haute couture" sýningum eða hátískusýningum. Kvenna og karla sýningarnar sameinast Það er mikið álag á hönnuðunum að setja saman heila línu næstum því hálfu ári áður en hún á að fara á sölu og það svona oft á ári. Mörg tískuhús ætla að taka upp á því að sýna karla og kvenmanns línurnar saman og með því fækka þeir álagspunktunum yfir árið. Meðal þeirra sem hafa tilkynnt þetta nýja fyrirkomulag eru Burberry, Gucci og Vetements. See now, buy now er framtíðin Einnig er mikið kvartað yfir því í tískubransanum að sýna fötun svo langt fram í tímann sem gefur ódýrari fatamerkjum færi á því að herma eftir hönnuninni og byrja að selja hana langt á undan tískuhúsinu sem hannaði fötin upphaflega. Því hafa mörg tískuhús ákveðið að endurskipuleggja hönnunarferlið og byrja að selja fatalínurnar um leið og þær eru sýndar á tískuvikunum, eða "see now, buy now" eins og það er kallað. Í dag tilkynnti Alexander Wang að á næsta ári muni fyrirtækið hans starfa eftir því fyrirkomulagi en hann slæst í hóp með Micheal Kors, Proenza Schouler, Tom Ford, Tommy Hilfiger og fleiri. Miklar breytingar á döfinni Það má því eiga von á miklum breytingum í tískuheiminum á næstu árum en það er nánast öruggt að fleiri hönnuðir muni tilkynna svipaðar breytingar seinna á árinu. Enn eru margir sem streytast á móti þessu breytta fyrirkomulagi, þá sérstaklega evrópskir hönnuðir, en eins og staðan er núna þá er þetta framtíðin. Mest lesið Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Eigandi Topshop í djúpum skít Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Airwaves dress dagsins: Velúr frá toppi til táar Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Gakktu til kosninga í þínum bestu klæðum Glamour
Fatahönnuðir um allan heim hafa kvartað yfir núverandi fyrirkomulagi á tískuvikunum í helstu tískuborgunum. Á hverju ári sýna margir hönnuðir allt að sex tískusýningar á ári. Tvær tískuvikur á ári eru tileinkaðar körlum og tvær fyrir konur. Svo eru einnir sumir með "resort" sýningar ásamt því að sýna á "haute couture" sýningum eða hátískusýningum. Kvenna og karla sýningarnar sameinast Það er mikið álag á hönnuðunum að setja saman heila línu næstum því hálfu ári áður en hún á að fara á sölu og það svona oft á ári. Mörg tískuhús ætla að taka upp á því að sýna karla og kvenmanns línurnar saman og með því fækka þeir álagspunktunum yfir árið. Meðal þeirra sem hafa tilkynnt þetta nýja fyrirkomulag eru Burberry, Gucci og Vetements. See now, buy now er framtíðin Einnig er mikið kvartað yfir því í tískubransanum að sýna fötun svo langt fram í tímann sem gefur ódýrari fatamerkjum færi á því að herma eftir hönnuninni og byrja að selja hana langt á undan tískuhúsinu sem hannaði fötin upphaflega. Því hafa mörg tískuhús ákveðið að endurskipuleggja hönnunarferlið og byrja að selja fatalínurnar um leið og þær eru sýndar á tískuvikunum, eða "see now, buy now" eins og það er kallað. Í dag tilkynnti Alexander Wang að á næsta ári muni fyrirtækið hans starfa eftir því fyrirkomulagi en hann slæst í hóp með Micheal Kors, Proenza Schouler, Tom Ford, Tommy Hilfiger og fleiri. Miklar breytingar á döfinni Það má því eiga von á miklum breytingum í tískuheiminum á næstu árum en það er nánast öruggt að fleiri hönnuðir muni tilkynna svipaðar breytingar seinna á árinu. Enn eru margir sem streytast á móti þessu breytta fyrirkomulagi, þá sérstaklega evrópskir hönnuðir, en eins og staðan er núna þá er þetta framtíðin.
Mest lesið Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Eigandi Topshop í djúpum skít Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Airwaves dress dagsins: Velúr frá toppi til táar Glamour Kim Kardashian og Kanye West búin að eignast stelpu Glamour Fjöldi hönnuða flytja tískusýningar sínar frá New York til LA Glamour Gakktu til kosninga í þínum bestu klæðum Glamour