Ísland – boðberi friðar Hildur Þórðardóttir skrifar 22. maí 2016 11:00 Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun