Ísland – boðberi friðar Hildur Þórðardóttir skrifar 22. maí 2016 11:00 Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun